Tiger segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. maí 2017 08:02 Handtökumyndin af Tiger hefur vakið mikla athygli. Vísir/Getty Tiger Woods fullyrðir að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn í bænum Jupiter í Flórída í gær. Frettir bárust af handtöku Tigers um heimsbyggðina síðdegis í gær en hann var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum vímugjafa. „Ég vil að almenningur viti að áfengi kom ekki við sögu. Þetta var vegna óvæntra samverkandi áhrifa lyfseðilsskyldra lyfja,“ sagði Tiger samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig.“ Þess má geta að Tiger hefur glímt við erfið meiðsli í baki undanfarin á. Kylfingurinn er nýkominn úr sinni fjórðu bakaðgerð og sagði á dögunum að sér hefði ekki liðið svona vel lengi. „Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini og aðdáendur afsökunar. Ég geri líka meiri kröfur til mín.“ Myndin af Tiger sem fór um heimsbyggðina eftir handtökuna hefur vakið mikla athygli. Þetta er mikið áfall fyrir hann eftir að hjónaband hans hrundi árið 2009 og upp komst um stórfellt framhjáhald hans. Woods hefur unnið samtals fjórtán stórmót á ferlinum, næstflest allra frá upphafi. Hann hefur hins vegar ekki unnið stórmót síðan hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008. Golf Tengdar fréttir Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods fullyrðir að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn í bænum Jupiter í Flórída í gær. Frettir bárust af handtöku Tigers um heimsbyggðina síðdegis í gær en hann var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum vímugjafa. „Ég vil að almenningur viti að áfengi kom ekki við sögu. Þetta var vegna óvæntra samverkandi áhrifa lyfseðilsskyldra lyfja,“ sagði Tiger samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig.“ Þess má geta að Tiger hefur glímt við erfið meiðsli í baki undanfarin á. Kylfingurinn er nýkominn úr sinni fjórðu bakaðgerð og sagði á dögunum að sér hefði ekki liðið svona vel lengi. „Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini og aðdáendur afsökunar. Ég geri líka meiri kröfur til mín.“ Myndin af Tiger sem fór um heimsbyggðina eftir handtökuna hefur vakið mikla athygli. Þetta er mikið áfall fyrir hann eftir að hjónaband hans hrundi árið 2009 og upp komst um stórfellt framhjáhald hans. Woods hefur unnið samtals fjórtán stórmót á ferlinum, næstflest allra frá upphafi. Hann hefur hins vegar ekki unnið stórmót síðan hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008.
Golf Tengdar fréttir Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger gripinn ölvaður undir stýri Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri. 29. maí 2017 15:44