Lífið

Ariana Grande aflýsir tónleikum

Atli Ísleifsson skrifar
Ariana Grande.
Ariana Grande. Vísir/afp
Bandaríska söngkonan Ariana Grande hefur aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum á næstu dögum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar sem varð í Manchester. Árásin átti sér stað að loknum tónleikum hennar í Manchester Arena.

Umboðsmenn Grande greindu frá ákvörðuninni síðdegis í dag, en næstu tónleikar Ariönu Grande verða þann 7. júní í París.

Ekkert verður því úr fyrirhuguðum tónleikum hennar í London, Antwerpen, Lodz, Frankfurt og Zürich.

22 létu lífið og á sjötta tug manna særðust í árásinni á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Ariana Grande niðurbrotin

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.