Enski boltinn

Mourinho: Mjög ánægður eftir erfiðasta tímabilið mitt sem stjóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho brá á leik með bikarinn í leikslok.
Jose Mourinho brá á leik með bikarinn í leikslok. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir 2-0 sigur liðsins á Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2017-2018.

„Við áttum algjörlega skilið að vinna þennan leik. Ég er svo ánægður að sjá strákana sem eru á hækjum fá bikarinn í hendurnar en núna er ég kominn í frí,“ sagði Jose Mourinho við BBC eftir leik.

„Ég vil ekki sjá neina vináttulandsleiki. Ég ætla að vera sjálfselskur. Ég get það bara ekki,“ sagði Mourinho útkeyrður eftir tímabilið.

„Þetta komið nóg í bili fyrir mig. Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir og við vorum fámennir,“ sagði Mourinho.

„Þrír titlar á einu tímabili og sæti í Meistaradeildinni. Ég er mjög ánægður eftir erfiðasta tímabilið mitt sem stjóri,“ sagði Mourinho.

„Forráðamenn félagsins eru með óskalistann minn. Þeir vita hvaða leikmenn ég vil fá og hvað ég vil sjá gerast næstu tvo mánuðina. Nú er þetta undir eigendunum komið. Mér er alveg sama um fótbolta núna,“ sagði Mourinho.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×