Innlent

Grímur úr landi

Snærós Sindradóttir skrifar
Grímur Grímsson á blaðamannafundi.
Grímur Grímsson á blaðamannafundi. vísir/anton brink
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Grímur vakti athygli þjóðarinnar þegar hann stýrði rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í vetur.

Starfsstöð Gríms verður í Hollandi. Hann tekur formlega við 1. apríl á næsta ári af Karli Steinari Valssyni sem snýr aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til og sóttist eftir. Menn geta verið í þrjú ár og eiga svo möguleika á eins árs framvindu.“ Hann flytur út með eiginkonu sinni. Grímur segist enn hafa mikið þrek til að vinna í lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×