Innlent

Ofurkonan Vilborg fékk sér lambasteik og béarnaise

Benedikt Bóas skrifar
Vilborg Arna komst upp á topp veraldar.
Vilborg Arna komst upp á topp veraldar. vilborg arna
„Ég var að koma úr kvöldmat þar sem ég var að kveðja hópinn sem var með mér á fjallinu. Fékk mér þar lambasteik með béarn­aise,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stóð á toppi Everest á dögunum, fyrst íslenskra kvenna.

Vilborg er stödd í Katmandú og leggur af stað áleiðis til Íslands í dag. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún á hótelinu og naut lífsins.

Hún hefur nýtt tímann til að lesa öll þau ógrynni af skilaboðum sem henni hafa borist. „Þetta er ótrúlegt magn og maður verður snortinn að sjá og lesa þetta allt saman.“

Aðspurð hver séu næstu skref segist Vilborg ekki vera búin að ákveða það. Nú njóti hún lífsins og hlakki til að komast til Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×