Haraldur Franklín missti af sigri í Svíþjóð eftir bráðabana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 15:00 Haraldur Franklín spilaði frábærlega í Svíþjóð. Mynd/GSÍmyndir Haraldur Franklín úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur varð 2. Til 3. Sæti á þessu sterka móti en hann missti af sigrinum þriggja manna bráðabana. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012. Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð. Haraldur Franklín fékk þrjá fugla og einn örn á lokahringnum en hann var alls með tólf fugla og einn örn á hringunum þremur. Annar af tveimur skollum hans kom í dag en Haraldur Franklín var skollalaus á fyrstu 23 holum sínum á mótinu. Það er hægt að sjá tölfræði hans á mótinu hér. Andri Þór Björnsson, liðsfélagi hans úr GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73). Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur varð 2. Til 3. Sæti á þessu sterka móti en hann missti af sigrinum þriggja manna bráðabana. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012. Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð. Haraldur Franklín fékk þrjá fugla og einn örn á lokahringnum en hann var alls með tólf fugla og einn örn á hringunum þremur. Annar af tveimur skollum hans kom í dag en Haraldur Franklín var skollalaus á fyrstu 23 holum sínum á mótinu. Það er hægt að sjá tölfræði hans á mótinu hér. Andri Þór Björnsson, liðsfélagi hans úr GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73).
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira