Fast skotið á Corbyn fyrir árásarummæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn saxar nú á forskot Theresu May. Nordicphotos/AFP Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira