Mun meiri síld fyrir austan en sést hefur undanfarin ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Ekkert ber á makríl enn þá – segir ekkert um göngur hans sýnir reynslan. Fréttablaðið/Óskar Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira