Dýravernd - opinber skerðing tjáningarfrelsis dýraeigenda í kærumálum Árni Stefán Árnason skrifar 10. maí 2017 12:18 Grein þessi fjallar um réttindaleysi almennings til að kæra meint brot á lögum um velferð dýra til lögreglu. Ég hef gagnrýnt það undanfarin misseri að svo virðist, sem sá réttur hafi verið sviptur almenningi og færður til Matvælastofnunar einnar með gildistöku laga um velferð dýra 1. jan. 2014. Ákvæði í þeim lögum kveður á um að Matvælastofnun einni sé heimilt að kæra slík brot. Ég held því fram að þetta standist ekki ákvæði í lögum um meðferð sakamála um skyldur lögreglu til að rannsaka mál, sem henni berst vitneskja um, að þetta sé í andstöðu við 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni. Eftir gildistöku laga um velferð dýra (lvd) hafa nokkrir þ.á.m. höfundur talið að ákvæði í þeim, sem heimilar Matvælastofnun (MAST) einni að taka ákvörðun um, að kæra meint brot á lögunum til lögreglu sé mjög umdeilanlegt í réttarríki, sem hefur lögbundið tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og gert hið sama með því að gera Mannréttindasáttmála Evrópu að settum rétti og þar með tjáningarfrelsisákvæði hans. Þá er þetta bann afar hæpið í lögfræðilegum skilningi eins og reynt verður að færa rök fyrir hér. Með gildistöku laga um velferð dýra nr. 55/2013 1. jan. 2014 virðist, við fyrstu sín, sem almennur kæruréttur vegna þessa málaflokks hafi verið sviptur almenningi. Það verður að teljast óvenjulegt í réttarríki og íslenskri lagasetningu, ef ekki einsdæmi. Í eðli sínu er það skerðing löggjafans á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsinu þar sem í kæru felst að kærandi tjáir sig um ákveðið málefni til lögreglu. Þannig má færa rök fyrir því að umrætt ákvæði í lvd sé andstætt bæði tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Einnig held ég því fram að þetta sé gróft brot á einni af meginreglum lögfræðinnar, lögmætisreglunni en í henni felst að réttarheimildir skulu vera samhljóða stjórnarskránni og/eða að lægra settar réttarheimildir skulu vera samhljóða æðri réttarheimildum. Að skerða rétt borgara til að tjá sig við lögreglu um ákveðið réttarsvið í formi kæru tel ég því verulega skerðingu á tjáningarfrelsi og þar með mannréttindum. Í eðli sínu er, sem fyrr segir, kæra til lögreglu tjáning um vitneskju um grun um meint brot á lögum. Engin lögskýringargögn er að finna með lögum um velferð dýra hvað löggjafanum gekk til með þessu ákvæði, sem er 6. mgr. 45. gr. lvd og hljóðar svo: Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. – Matvælastofnun getur semsagt ein kært ábendingar eða eigin uppgötvar um brot á lvd. Og þá má spyrja: ræður hún við slík verkefni. Síðar meira um það. Grunsemdir mínar eru að umræddu ákvæði hafi verið ,,hent“ þarna inn að ósk lögreglu svo hún þyrfti ekki að vera á þreyta sig á þeim mörgu kærum, sem henni bárust vegna gruns um meint brot á dýraverndalögunum gömlu og hinum nýju. Ég hef vissan skilning á því, því sumar kærur, einkum þær svo koma frá ólöglærðum og án lögfræðiaðstoðar eru þannig úr garði gerðar að það getur verið vonlaust er að fá nokkurn botn í þær. Ég segi þetta því ég hef þurft að sníða meinbugi af slíkum uppköstum þeirra, sem til mín hafa leitað.Þá er þekkt, því miður, að málefni dýraverndar eru ekki í forgangi hjá lögreglu nema lítið álag sé hjá henni en sú stund mun seint koma því miður, að lögreglan fari að naga blýanta og fari með kærur í dýraverndarmálum strax í eðlilegan rannsóknarferil. Af hverju velti ég þessu fyrir mér. Hvernig kemst ég að þessari niðurstöðu. Aðalhvatinn að skrifum mínum, en ég hef bent á þetta áður, er sá að um þessar mundir er ég með ábendingu í ferli hjá MAST vegna mjög svo ljóts máls er varðar forkastanlega meðferð einstaklings á mínu eigin dýri, ekki bara einu sinni heldur líklega tvisvar. Vitni eru að viðurkenningu einstaklings á brotinu en eftir því, sem ég kemst næst er vinnuveitandi hins grunaða með yfirhylmingartilburði með því að koma honum til varnarn. Það er afar sorglegt þegar mál er ríkt af sönnunum. Það er von mín að þetta alvarlega mál hljóti umfjöllun fjölmiðla þegar fram líða stundir. Mál af þessum toga, eftir alvarleika geta varðað allt að 2ja ára fangelsisvist skv. lvd. Í annan stað er ég lögfræðingur, áhugamaður um vernd dýra og hef því mikinn áhuga á dýraverndarlöggjöfinni. Ég undraðist því mjög og var ósáttur þegar mér varð ljóst að umrætt ákvæði væri að finna í frumvarpi að lögum um velferð dýra og var síðan samþykkt af alþingi og tók gildi í upphafi árs 2014. Til mín hafa margoft leitað umráðamenn dýra (en svo kallast dýraeigendur samkv. lögum um velferð dýra) vegna meintra brota á þeim lögum á eigin dýrum. Vegna skilnings míns á ákvæðinu hingað til hef ég gert þeim grein fyrir því að mér sé ókleift að veita þeim aðstoð sé það vegna gruns um meint brot á lvd og þeir vilja kæra. MAST taki við ábendingum um slík mál og framhaldið ráðist af ákvörðun MAST. Óþarfi er að taka fram þetta torveldar örugglega framvindu mála enda mun MAST undirmönnuð, fá takmarkaðar fjárveitingar og þarf að forgangsraða málum samkvæmt sínu huglæga mati um alvarleika mála. Það mat byggir m.a. á upplýsingum frá ábendingaraðilum og þeir hafa misjafna hæfileika til að koma upplýsingum á framfæri þannig að upplýsandi sé fyrir MAST, sem frumrannsóknaraðila og kæruákvörðunarvaldhafa. Ekki hefur heldur farið framhjá neinum hvert álag MAST er í þessum málum skv. fréttaflutningi um illa meðferð dýra á Íslandi. Er mannauður MAST samboðin dýravernd. Er það samboðið dýravernd á Íslandi að aðeins tveir lögfræðingar hjá MAST (skv. heimasíðu MAST um mannauð) beri þá ábyrgð, að hafa ákvörðunarvald um hvort brot á lögum um dýravelferð skuli kærð til lögreglu eða ekki þó formlega sé það líklega yfirdýralæknir eða forstjóri MAST, sem kemur slíkri kæru áleiðis til lögreglu því hvorugur hinna síðastnefndu eru menntaðir lögfræðingar? Án þess að vilja halla á MAST tel ég einfaldlega að rannsóknarlögreglan búi yfir miklu meiri þekkingu og reynslu til að leiða hið sanna og rétta í ljós í svona málum eins og lög boða. Á móti kemur flóð málafjölda hjá rannsóknarlögreglu og forgangsröðun. Þannig erum við í vissri klípu með þennan málaflokk að ég tel. Hið eina rétta væri auðvitað að mínu mati og ég hef oft um það áður að hér væri starfrækt dýralögregla. En það er önnur umræða. Nóg um það. Með þessu umrædda lagaákvæði virðist, sem fyrr segir og í fljótu bragði séð, réttur minn og annarra til að kæra meint brot á lögum um velferð dýra beint til lögreglu tekinn af mér, sem og öðrum borgurum. Ég tel þó engan annan en sjálfan mig betur til þess fallinn að tjá mig í kæru um meint lögbrot á eigin dýrum, útskýra málsatvik, leggja fram sannanir og færa rök fyrir því með tilvísun í réttarheimildir að refsivert brot hafi verið framið, sem lögreglu beri að taka til rannsóknar og gefa út ákæru og krefjast refsingar sé hún sammála mér. Sé hún það ekki á ég þann kost að kæra þá niðurstöðu til æðra stjórnvalds til endurskoðunar. Sem lögfræðingur er ég líka ágætlega meðvitaður um þau skilyrði, sem þurfa að vera til staðar svo lögregla gefi út ákæru og myndi ekki senda inn kæru nema ég teldi þau skilyrði vera fyrir hendi. Þessi réttur, virðist í fljótu bragði séð, hins vegar einungis vera hjá MAST. Allur þessi réttur virðist hafa verið sviptur almennum borgurum eins og lesa má úr núverandi 6. mgr. 45. gr. laga um velferð dýra. En er það svo að það standist að einungis MAST hafi þessa heimild þó lögin segi svo? Ég tel að svo sé ekki. Lög um meðferð sakamála Ef ákvæði um lög um meðferð sakamála eru rannsökuð nákvæmlega tel ég að þetta standist ekki og að löggjafanum hafi orðið á mistök við ritun og samþykkt framangreinds ákvæðis. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 fjallar um að rannsókn sakamála sé í höndum lögreglu, undir stjórn héraðssaksóknara eða lögreglustjóra nema öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum. Í 2. mgr. sama ákvæðis er ritað: ,,Lögregla skal (innskot: er m.ö.o. skylt) hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki “. Þetta merkir samkvæmt orðskýringu að ef lögreglu berst vitneskja eða grunur (með eða án kæru sbr. borist kæra eða ekki) þá beri henni að hefja rannsókn á slíkri vitneskju. Í orðunum eða ekki felst líka, að mínu mati, að ef MAST hvorki rannsakar né kærir mál og jafnvel þó stofnunin geri það þá geti hver, sem er einnig kært eða komið vitneskju til lögreglu og þá beri lögreglu af sjálfsdáðum að hefja rannsókn á því, gefa út ákæru eða fella mál niður eftir atvikum. Fari allt á versta veg hefur aðili 30 daga til að snúa sér til ríkissaksóknara með ósk um endurskoðun á ákvörðun um að hætta rannsókn eða ákvörðun um að fella mál niður. Andstætt stjórnarskrá?Í 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins er ritað: ,,Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar , en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum‘‘. Óþarfi er að hafa mörg orð um þetta ákvæði enda tel ég að það styðji skrif mín um skerðingu löggjafans á tjáningarfrelsi borgaranna með því að hindra almenning með lögum, að kæra mál vegna meintra brota á lvd beint til lögreglu. Andstætt Mannréttindasáttmála Evrópu? Ég held því fram hér að framan að ákvæði dýravelferðarlaga um kæruheimild sé skerðing á tjáningarfrelsi skv. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Ísland hefur lögbundið en í honum segir í 10. gr. sem fjallar um tjáningarfrelsi: „Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis . Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda . Ákvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi.“ Ég ætla ekki að þreyta lesendur með lögskýringu á þessu mikilvæga ákvæði enda ekki sérfræðingur í sáttmálanum en bendi á síðustu undirstrikun mína: án afskipta stjórnvalda. MAST er stjórnvald í skilningi 10. gr., sem löggjafinn hefur með íþyngjandi hætti fyrir almenning, sett sem millilið í málum af því tagi, sem hér um ræðir, stjórnvald, sem hefur þannig afskipti af tjáningarfrelsi manna, sem telja á sig eða dýra sín hallað vegna meintra brota á lögum um velferð dýr með því að hafa ein stofnana á Íslandi umrædda kæruheimild. Eftirlæt ég lesendum frekari vangaveltur en vert er að geta þess að ég hef vakið athygli Umboðsmanns Alþingis á þessu, sem meinbug á lögum. Hann taldi að hann gæti ekki haft afskipti af ákvörðun lagasetningarvaldsins þó honum sé það heimilt samkvæmt lögum um Umboðsmann Alþingis verði hann þess áskynja að meinbugir kunni að vera á settum rétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Grein þessi fjallar um réttindaleysi almennings til að kæra meint brot á lögum um velferð dýra til lögreglu. Ég hef gagnrýnt það undanfarin misseri að svo virðist, sem sá réttur hafi verið sviptur almenningi og færður til Matvælastofnunar einnar með gildistöku laga um velferð dýra 1. jan. 2014. Ákvæði í þeim lögum kveður á um að Matvælastofnun einni sé heimilt að kæra slík brot. Ég held því fram að þetta standist ekki ákvæði í lögum um meðferð sakamála um skyldur lögreglu til að rannsaka mál, sem henni berst vitneskja um, að þetta sé í andstöðu við 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni. Eftir gildistöku laga um velferð dýra (lvd) hafa nokkrir þ.á.m. höfundur talið að ákvæði í þeim, sem heimilar Matvælastofnun (MAST) einni að taka ákvörðun um, að kæra meint brot á lögunum til lögreglu sé mjög umdeilanlegt í réttarríki, sem hefur lögbundið tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og gert hið sama með því að gera Mannréttindasáttmála Evrópu að settum rétti og þar með tjáningarfrelsisákvæði hans. Þá er þetta bann afar hæpið í lögfræðilegum skilningi eins og reynt verður að færa rök fyrir hér. Með gildistöku laga um velferð dýra nr. 55/2013 1. jan. 2014 virðist, við fyrstu sín, sem almennur kæruréttur vegna þessa málaflokks hafi verið sviptur almenningi. Það verður að teljast óvenjulegt í réttarríki og íslenskri lagasetningu, ef ekki einsdæmi. Í eðli sínu er það skerðing löggjafans á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsinu þar sem í kæru felst að kærandi tjáir sig um ákveðið málefni til lögreglu. Þannig má færa rök fyrir því að umrætt ákvæði í lvd sé andstætt bæði tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Einnig held ég því fram að þetta sé gróft brot á einni af meginreglum lögfræðinnar, lögmætisreglunni en í henni felst að réttarheimildir skulu vera samhljóða stjórnarskránni og/eða að lægra settar réttarheimildir skulu vera samhljóða æðri réttarheimildum. Að skerða rétt borgara til að tjá sig við lögreglu um ákveðið réttarsvið í formi kæru tel ég því verulega skerðingu á tjáningarfrelsi og þar með mannréttindum. Í eðli sínu er, sem fyrr segir, kæra til lögreglu tjáning um vitneskju um grun um meint brot á lögum. Engin lögskýringargögn er að finna með lögum um velferð dýra hvað löggjafanum gekk til með þessu ákvæði, sem er 6. mgr. 45. gr. lvd og hljóðar svo: Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. – Matvælastofnun getur semsagt ein kært ábendingar eða eigin uppgötvar um brot á lvd. Og þá má spyrja: ræður hún við slík verkefni. Síðar meira um það. Grunsemdir mínar eru að umræddu ákvæði hafi verið ,,hent“ þarna inn að ósk lögreglu svo hún þyrfti ekki að vera á þreyta sig á þeim mörgu kærum, sem henni bárust vegna gruns um meint brot á dýraverndalögunum gömlu og hinum nýju. Ég hef vissan skilning á því, því sumar kærur, einkum þær svo koma frá ólöglærðum og án lögfræðiaðstoðar eru þannig úr garði gerðar að það getur verið vonlaust er að fá nokkurn botn í þær. Ég segi þetta því ég hef þurft að sníða meinbugi af slíkum uppköstum þeirra, sem til mín hafa leitað.Þá er þekkt, því miður, að málefni dýraverndar eru ekki í forgangi hjá lögreglu nema lítið álag sé hjá henni en sú stund mun seint koma því miður, að lögreglan fari að naga blýanta og fari með kærur í dýraverndarmálum strax í eðlilegan rannsóknarferil. Af hverju velti ég þessu fyrir mér. Hvernig kemst ég að þessari niðurstöðu. Aðalhvatinn að skrifum mínum, en ég hef bent á þetta áður, er sá að um þessar mundir er ég með ábendingu í ferli hjá MAST vegna mjög svo ljóts máls er varðar forkastanlega meðferð einstaklings á mínu eigin dýri, ekki bara einu sinni heldur líklega tvisvar. Vitni eru að viðurkenningu einstaklings á brotinu en eftir því, sem ég kemst næst er vinnuveitandi hins grunaða með yfirhylmingartilburði með því að koma honum til varnarn. Það er afar sorglegt þegar mál er ríkt af sönnunum. Það er von mín að þetta alvarlega mál hljóti umfjöllun fjölmiðla þegar fram líða stundir. Mál af þessum toga, eftir alvarleika geta varðað allt að 2ja ára fangelsisvist skv. lvd. Í annan stað er ég lögfræðingur, áhugamaður um vernd dýra og hef því mikinn áhuga á dýraverndarlöggjöfinni. Ég undraðist því mjög og var ósáttur þegar mér varð ljóst að umrætt ákvæði væri að finna í frumvarpi að lögum um velferð dýra og var síðan samþykkt af alþingi og tók gildi í upphafi árs 2014. Til mín hafa margoft leitað umráðamenn dýra (en svo kallast dýraeigendur samkv. lögum um velferð dýra) vegna meintra brota á þeim lögum á eigin dýrum. Vegna skilnings míns á ákvæðinu hingað til hef ég gert þeim grein fyrir því að mér sé ókleift að veita þeim aðstoð sé það vegna gruns um meint brot á lvd og þeir vilja kæra. MAST taki við ábendingum um slík mál og framhaldið ráðist af ákvörðun MAST. Óþarfi er að taka fram þetta torveldar örugglega framvindu mála enda mun MAST undirmönnuð, fá takmarkaðar fjárveitingar og þarf að forgangsraða málum samkvæmt sínu huglæga mati um alvarleika mála. Það mat byggir m.a. á upplýsingum frá ábendingaraðilum og þeir hafa misjafna hæfileika til að koma upplýsingum á framfæri þannig að upplýsandi sé fyrir MAST, sem frumrannsóknaraðila og kæruákvörðunarvaldhafa. Ekki hefur heldur farið framhjá neinum hvert álag MAST er í þessum málum skv. fréttaflutningi um illa meðferð dýra á Íslandi. Er mannauður MAST samboðin dýravernd. Er það samboðið dýravernd á Íslandi að aðeins tveir lögfræðingar hjá MAST (skv. heimasíðu MAST um mannauð) beri þá ábyrgð, að hafa ákvörðunarvald um hvort brot á lögum um dýravelferð skuli kærð til lögreglu eða ekki þó formlega sé það líklega yfirdýralæknir eða forstjóri MAST, sem kemur slíkri kæru áleiðis til lögreglu því hvorugur hinna síðastnefndu eru menntaðir lögfræðingar? Án þess að vilja halla á MAST tel ég einfaldlega að rannsóknarlögreglan búi yfir miklu meiri þekkingu og reynslu til að leiða hið sanna og rétta í ljós í svona málum eins og lög boða. Á móti kemur flóð málafjölda hjá rannsóknarlögreglu og forgangsröðun. Þannig erum við í vissri klípu með þennan málaflokk að ég tel. Hið eina rétta væri auðvitað að mínu mati og ég hef oft um það áður að hér væri starfrækt dýralögregla. En það er önnur umræða. Nóg um það. Með þessu umrædda lagaákvæði virðist, sem fyrr segir og í fljótu bragði séð, réttur minn og annarra til að kæra meint brot á lögum um velferð dýra beint til lögreglu tekinn af mér, sem og öðrum borgurum. Ég tel þó engan annan en sjálfan mig betur til þess fallinn að tjá mig í kæru um meint lögbrot á eigin dýrum, útskýra málsatvik, leggja fram sannanir og færa rök fyrir því með tilvísun í réttarheimildir að refsivert brot hafi verið framið, sem lögreglu beri að taka til rannsóknar og gefa út ákæru og krefjast refsingar sé hún sammála mér. Sé hún það ekki á ég þann kost að kæra þá niðurstöðu til æðra stjórnvalds til endurskoðunar. Sem lögfræðingur er ég líka ágætlega meðvitaður um þau skilyrði, sem þurfa að vera til staðar svo lögregla gefi út ákæru og myndi ekki senda inn kæru nema ég teldi þau skilyrði vera fyrir hendi. Þessi réttur, virðist í fljótu bragði séð, hins vegar einungis vera hjá MAST. Allur þessi réttur virðist hafa verið sviptur almennum borgurum eins og lesa má úr núverandi 6. mgr. 45. gr. laga um velferð dýra. En er það svo að það standist að einungis MAST hafi þessa heimild þó lögin segi svo? Ég tel að svo sé ekki. Lög um meðferð sakamála Ef ákvæði um lög um meðferð sakamála eru rannsökuð nákvæmlega tel ég að þetta standist ekki og að löggjafanum hafi orðið á mistök við ritun og samþykkt framangreinds ákvæðis. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 fjallar um að rannsókn sakamála sé í höndum lögreglu, undir stjórn héraðssaksóknara eða lögreglustjóra nema öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum. Í 2. mgr. sama ákvæðis er ritað: ,,Lögregla skal (innskot: er m.ö.o. skylt) hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki “. Þetta merkir samkvæmt orðskýringu að ef lögreglu berst vitneskja eða grunur (með eða án kæru sbr. borist kæra eða ekki) þá beri henni að hefja rannsókn á slíkri vitneskju. Í orðunum eða ekki felst líka, að mínu mati, að ef MAST hvorki rannsakar né kærir mál og jafnvel þó stofnunin geri það þá geti hver, sem er einnig kært eða komið vitneskju til lögreglu og þá beri lögreglu af sjálfsdáðum að hefja rannsókn á því, gefa út ákæru eða fella mál niður eftir atvikum. Fari allt á versta veg hefur aðili 30 daga til að snúa sér til ríkissaksóknara með ósk um endurskoðun á ákvörðun um að hætta rannsókn eða ákvörðun um að fella mál niður. Andstætt stjórnarskrá?Í 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins er ritað: ,,Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar , en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum‘‘. Óþarfi er að hafa mörg orð um þetta ákvæði enda tel ég að það styðji skrif mín um skerðingu löggjafans á tjáningarfrelsi borgaranna með því að hindra almenning með lögum, að kæra mál vegna meintra brota á lvd beint til lögreglu. Andstætt Mannréttindasáttmála Evrópu? Ég held því fram hér að framan að ákvæði dýravelferðarlaga um kæruheimild sé skerðing á tjáningarfrelsi skv. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Ísland hefur lögbundið en í honum segir í 10. gr. sem fjallar um tjáningarfrelsi: „Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis . Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda . Ákvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi.“ Ég ætla ekki að þreyta lesendur með lögskýringu á þessu mikilvæga ákvæði enda ekki sérfræðingur í sáttmálanum en bendi á síðustu undirstrikun mína: án afskipta stjórnvalda. MAST er stjórnvald í skilningi 10. gr., sem löggjafinn hefur með íþyngjandi hætti fyrir almenning, sett sem millilið í málum af því tagi, sem hér um ræðir, stjórnvald, sem hefur þannig afskipti af tjáningarfrelsi manna, sem telja á sig eða dýra sín hallað vegna meintra brota á lögum um velferð dýr með því að hafa ein stofnana á Íslandi umrædda kæruheimild. Eftirlæt ég lesendum frekari vangaveltur en vert er að geta þess að ég hef vakið athygli Umboðsmanns Alþingis á þessu, sem meinbug á lögum. Hann taldi að hann gæti ekki haft afskipti af ákvörðun lagasetningarvaldsins þó honum sé það heimilt samkvæmt lögum um Umboðsmann Alþingis verði hann þess áskynja að meinbugir kunni að vera á settum rétti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar