Körfubolti

Dagur Kár áfram í Grindavík og Jóhann Árni kemur aftur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur Kár Jónsson heldur áfram í gulu.
Dagur Kár Jónsson heldur áfram í gulu. vísir/ernir
Grindvískir körfuboltaáhugamenn fengu heldur betur gleðifréttir í kvöld þegar staðfest var að Dagur Kár Jónsson er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á karfan.is.

Dagur Kár, sem var algjörlega magnaður í liði Grindavíkur eftir að koma heim úr háskóla snemma veturs, hefur verið sterklega orðaður við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á síðustu dögum en Garðbæinga vantar leikstjórnanda eftir að Justin Shouse lagði skóna á hilluna.

Þessi 22 ára gamli bakvörður skoraði 17 stig að meðaltali í leik fyrir Grindjána í þeim 30 leikjum sem hann spilaði auk þess sem hann tók þrjú fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Dagur átti stóran þátt í því að Grindavík fór alla liða í lokaúrslitin á móti KR en tapaði fyrir meisturunum í oddaleik í DHL-höllinni.

„Síðasta tímabil var virkilega skemmtilegt. Allir voruvirkilega áhugasamir um að hafa mig áfram, svo eigum við óklárað verk hérna í Grindavík,“ segir Dagur Kár við karfan.is.

Grindvíkingar gerðu meira en bara að framlengja við Dag Kár því Jóhann Árni Ólafsson er kominn aftur frá Njarðvík. Jóhann Árni varð meistari með Grindavík 2012 og 2013 en sneri aftur til Njarðvíkur fyrir síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×