Stormasamur gærdagur fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn er hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. Nordicphotos/AFP Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira