Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 14:50 Björt telur ekki standa steinn yfir steini í málflutningi forkólfa ferðaþjónustunnar og fær Helga Árnadóttir að kenna á nöpru háði ráðherra. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sendir forkólfum ferðaþjónustunnar meinlega glósu. Hún birti á Facebooksíðu sinni samklippta mynd sem sýnir talsvert ósamræmi í orðum Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Björt lætur fríunarorð fylgja myndinni: „Koma svo, ákveða sig“. Í annarri fréttinni segist Helga vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.“ Á hinni myndinni kveður hins vegar við annan tón. Þar segir að Samtök ferðaþjónustunnar leggist alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinbera aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu er að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Til að auka enn á flækjustigið má rifja það upp að þarna rís Björt meðal annars upp til varnar Jóni Gunnarssyni, en ekki er langt síðan kastaðist í kekki þeirra á milli, reyndar út af öðrum málum. En, það var áður en þau settust saman í ríkisstjórn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sendir forkólfum ferðaþjónustunnar meinlega glósu. Hún birti á Facebooksíðu sinni samklippta mynd sem sýnir talsvert ósamræmi í orðum Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Björt lætur fríunarorð fylgja myndinni: „Koma svo, ákveða sig“. Í annarri fréttinni segist Helga vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.“ Á hinni myndinni kveður hins vegar við annan tón. Þar segir að Samtök ferðaþjónustunnar leggist alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinbera aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu er að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Til að auka enn á flækjustigið má rifja það upp að þarna rís Björt meðal annars upp til varnar Jóni Gunnarssyni, en ekki er langt síðan kastaðist í kekki þeirra á milli, reyndar út af öðrum málum. En, það var áður en þau settust saman í ríkisstjórn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00