Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á. Blönduós Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Sjá meira
Aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni. Fréttastofan greind fyrst frá því í apríl að nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafi sagt upp störfum störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamennirnir sem sagt hafa upp eru fimm af sjö hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninga á Blönduósi. Uppsagnarfrestur þeirra er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. Málið má rekja aftur til ársins 2015 en þá undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur og í sérstakri bókun í samkomulaginu átti nefnd að vinna úttekt á samningstímanum á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefndin sem Fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna úttekt um eðli og umfang sjúkraflutninga á þeim landsvæðum sem samningurinn nær til. Þessari skýrslu hefur aldrei verið skilað. Henni átti að vera lokið 1. desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Á landinu starfa um 90 sjúkraflutningamenn hjá heilbrigðisstofnunum í hlutastarfi samhliða öðrum störfum. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sagði í samtali við fréttastofu í dag að skreytinga- og áhugaleysi ráðuneytisins á því að virða bókunina í samkomulaginu og gera nýjan kjarasamning við þennan hóp komi til með að skila sér í fleiri uppsögnum á næstu misserum því menn eru við það að gefast upp. Síðan sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi sögðu upp störfum hefur lítil sem engin hreyfing verið á málinu. Samninganefnd fjármálaráðuneytisins boðaði til fundar síðastliðinn föstudag sem var slitið án árangurs. Ekki náðist í Guðmund H. Guðmundsson, sem er í samninganefnd fjármálaráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjúkraflutningar í Austur-Húnavatnssýslu, við Blönduós, eru í uppnámi því uppsagnir sjúkraflutningamannanna taka gildi á miðvikudag og fimmtudag. Þá verða aðeins tveir sjúkraflutningamenn til taks komi eitthvað upp á.
Blönduós Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Sjá meira