Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 09:00 Apple samdi við Epli um umboðið fyrir Iphone. Vísir/Anton Brink „Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
„Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira