Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 16:45 Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember og stofnaði í kjölfarið Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls. Mynd/Guðrún Harpa. Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér. Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér.
Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15