Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. maí 2017 10:22 Í myndbandinu sést Brian reyna að ræða við starfsfólk en án árangurs. Skjáskot Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Fréttir af flugi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð.
Fréttir af flugi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira