Sport

Lewis Hamilton ríkasti íþróttamaður Bretlands

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Það er nokkuð ljóst af lista yfir ríkustu íþróttamenn Bretlands að Manchester United er að greiða hæstu launin. Á lista yfir 10 ríkustu aðilanna innan íþrótta á Bretlandi eru fimm knattspyrnumenn og stjórar og þar af þrír sem eru á mála hjá Manchester United.

Formúlu 1 kappinn Lewis Hamilton er ríkastu, hann á eignir sem metnar eru á um 18 milljarða. Zlatan kemur þar næstur með eignir metnar á um 15 milljarða.

Tveir þjálfarar eru á topp 10, Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, með eignir upp á um 8,4 milljarða og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, með eignir upp á um 6,9 milljarða

Efstu 10 sæti listans líta annars svona út (tölurnar inni í sviga eru eignir í milljörðum):

1. Lewis Hamilto, Formúla 1 (18)

2. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna (15)

3. Wayne Rooney, knattspyrna (12,8)

4. Jenson Button, Formúla 1 (11,8)

5. Rory McIlroy, golf (11,3)

6. Andy Murray, tennis (10,6

7. Jose Mourinho, knattspyrna (8,4)

8. Gareth Bale, knattspyrna (7,4)

9.-10. Luol Deng, körfubolti (6,9)

9.-10. Pep Guardiola, knattspyrna (6,9)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×