Viðskipti innlent

Aðeins fjórar þjóðir háðari ferðaþjónustu en Ísland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir.
Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir. Vísir/Eyþór
Ísland situr í fimmta sæti á lista þjóða heimsins eftir því hve háð þær eru ferðamönnum. Aðeins Malta, Króatía, Taíland og Jamaíka eru háðari ferðamanninum og iðnaðinum í kringum hann en við Íslendingar.

Mælikvarðinn er hve stór hluti af vergri landsframleiðslu veltan í ferðamannaiðnaðinum er. Í tilfelli Íslands var hlutfallið 8,2 prósent miðað við árið 2015. How Much fjallar um þetta og vísar í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins.

Úkraína, Rússland, Pólland, Kanada og Suður-Kórea eru þær fimm þjóðir sem eru minnst háðar ferðamennsku.

Það sem einkennir þjóðir sem eru mjög háðar ferðamennsku er fámenni og lítið hagkerfi. Á það er bent í sambandi við Íslands að fjöldi ferðamanna sem sækja landið heim ár hvert er margfaldur íbúafjöldi landsins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×