Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 12:32 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að heildarhagsmunir almennings séu teknir fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Forsætisráðherra var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Töluvert hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar að fella flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts úr ellefu prósentu í 24 prósent þann 1. júlí á næsta ári og í 22,5 prósent frá 1. janúar 2019. Hafa þessi áform verið harðlega gagnrýnd, þá sérstaklega frá aðilum innan ferðaþjónustunnar og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að afkoma fyrirtækja í greininni fari hratt versnandi. Var Bjarni meðal annars spurður út í þessa gagnrýni sem og grein Davíðs Þorlákssonar, fyrrverandi formann Sambands ungra sjálfstæðismanna og lögmaður Icelandair Group, í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýndi áform ríkisstjórnarinnar.„Hann Davíð Þorláksson er góður maður og ágætis vinur minn en þegar hann skrifar þetta þá situr hann inn á skrifstofunni hjá Icelandair. Þetta eru raddir innan úr greininni. Ef að þú spyrð einhvern innan úr greininni: Hvort viltu að þegar þú selur þjónustuna þína að virðisaukaskattur sé 11 prósent eða eitthvað hærra? Svarið verður alltaf 11 prósent,“ sagði Bjarni.Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár.vísir/anton brinkTaldi Bjarni það ekki fara saman að á sama tíma og kallað væri eftir skýrri leiðsögn og forystu í stjórnmálum og að láta heildarsamtök í atvinnugreinum, á borð við Samtök ferðaþjónustunnar, ráða för. „Skýr forysta felst meðal annars í því að láta ekki lobbíistana ekki ráða för heldur taka heildarhagsmunina fram yfir sérhagsmuni. Það er það sem við erum að gera í þessu máli,“ sagði Bjarni sem taldi þó að umræðan hefði verið góð og að ferðaþjónustan hefði komið með málefnanleg sjónarmið inn í umræðuna.Ekki virðisaukaskattprósentan sem ræður úrslitum Sagði Bjarni að það væri hlutverk stjórnvalda að horfa á stóru myndina og það væri staðreynd að gríðarlegur vöxtur á komu ferðamanna hingað til lands gerði það að verkum að erfiðleikar hefðu skapast og að mikið álag hafi myndast á innviði landsins. Ekki hafi tekist að halda í við þessa miklu fjölgun. Þá taldi Bjarni að hvaða virðisaukaskattprósenta sem væri í gildi myndi ekki ráða úrslitatriðum um þróun ferðaþjónustunnar hér á landi, þar ræði hvaða sýn menn hefðu á framtíðina í ferðaþjónustunni. „Mín sýn er sú að hér verði byggð upp ferðaþjónusta sem að treystir á það sem gerir Ísland að sérstökum áfangastað. Þetta hreina loft, náttúran, víðernin, jöklarnir, allt það sem Íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Þetta samfélag sömuleiðis, friðurinn, matvælin, glaðværðin. Við erum á svo margan hátt einstakur áfangastaður,“ sagði Bjarni. Eitthvað að ef það er ódýrt fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi Rætt hefur verið um að dýrt sé fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi og að ekki sé á bætandi með væntanlegri hækkun virðisaukaskatt. Sagði Bjarni að eðlilegt væri að dýrt væri fyrir ferðamenn að koma hingað og njóta landsins gæða. „Fyrir mína parta er það þannig að það er ekkert að því að menn þurfi að kosta einhverju til til að koma hingað til Íslands. Ef að það væri virkilega ódýrt að koma hingað myndi það endurspegla ákveðna veikleika í efnahagslegu tilliti á Íslandi,“ sagði Bjani. „Ef að við ætlum að gera kröfu til þessað hér séu há lífsgæði og að við getum borið okkur saman við það sem best gerist í heiminum getum við ekki á sama tíma ætlast til þess að hér skjóti róti rótum ferðaþjónustustarfsemi þar sem er virkilega ódýrt að njóta þjónustunnar,“ sagði Bjarni. Það sem myndi ráða úrslitum um framtíð ferðaþjónustunnar væri áhersla á hreinleika og gæði og að tryggja þyrfti að innviðir upplifun ferðamanna væru í lagi.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Hagfræðingur og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna lækkun í virðisaukaskattkerfinu og segja að gæta þurfi aðhalds á þenslutímum. Skynsamlegra væri að greiða enn meira inn á skuldir. 6. apríl 2017 06:00 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að heildarhagsmunir almennings séu teknir fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. Forsætisráðherra var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Töluvert hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar að fella flestar atvinnugreinar í ferðaþjónustu felldar undir efra þrep virðisaukaskatts úr ellefu prósentu í 24 prósent þann 1. júlí á næsta ári og í 22,5 prósent frá 1. janúar 2019. Hafa þessi áform verið harðlega gagnrýnd, þá sérstaklega frá aðilum innan ferðaþjónustunnar og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar að afkoma fyrirtækja í greininni fari hratt versnandi. Var Bjarni meðal annars spurður út í þessa gagnrýni sem og grein Davíðs Þorlákssonar, fyrrverandi formann Sambands ungra sjálfstæðismanna og lögmaður Icelandair Group, í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýndi áform ríkisstjórnarinnar.„Hann Davíð Þorláksson er góður maður og ágætis vinur minn en þegar hann skrifar þetta þá situr hann inn á skrifstofunni hjá Icelandair. Þetta eru raddir innan úr greininni. Ef að þú spyrð einhvern innan úr greininni: Hvort viltu að þegar þú selur þjónustuna þína að virðisaukaskattur sé 11 prósent eða eitthvað hærra? Svarið verður alltaf 11 prósent,“ sagði Bjarni.Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár.vísir/anton brinkTaldi Bjarni það ekki fara saman að á sama tíma og kallað væri eftir skýrri leiðsögn og forystu í stjórnmálum og að láta heildarsamtök í atvinnugreinum, á borð við Samtök ferðaþjónustunnar, ráða för. „Skýr forysta felst meðal annars í því að láta ekki lobbíistana ekki ráða för heldur taka heildarhagsmunina fram yfir sérhagsmuni. Það er það sem við erum að gera í þessu máli,“ sagði Bjarni sem taldi þó að umræðan hefði verið góð og að ferðaþjónustan hefði komið með málefnanleg sjónarmið inn í umræðuna.Ekki virðisaukaskattprósentan sem ræður úrslitum Sagði Bjarni að það væri hlutverk stjórnvalda að horfa á stóru myndina og það væri staðreynd að gríðarlegur vöxtur á komu ferðamanna hingað til lands gerði það að verkum að erfiðleikar hefðu skapast og að mikið álag hafi myndast á innviði landsins. Ekki hafi tekist að halda í við þessa miklu fjölgun. Þá taldi Bjarni að hvaða virðisaukaskattprósenta sem væri í gildi myndi ekki ráða úrslitatriðum um þróun ferðaþjónustunnar hér á landi, þar ræði hvaða sýn menn hefðu á framtíðina í ferðaþjónustunni. „Mín sýn er sú að hér verði byggð upp ferðaþjónusta sem að treystir á það sem gerir Ísland að sérstökum áfangastað. Þetta hreina loft, náttúran, víðernin, jöklarnir, allt það sem Íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Þetta samfélag sömuleiðis, friðurinn, matvælin, glaðværðin. Við erum á svo margan hátt einstakur áfangastaður,“ sagði Bjarni. Eitthvað að ef það er ódýrt fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi Rætt hefur verið um að dýrt sé fyrir ferðamenn að ferðast á Íslandi og að ekki sé á bætandi með væntanlegri hækkun virðisaukaskatt. Sagði Bjarni að eðlilegt væri að dýrt væri fyrir ferðamenn að koma hingað og njóta landsins gæða. „Fyrir mína parta er það þannig að það er ekkert að því að menn þurfi að kosta einhverju til til að koma hingað til Íslands. Ef að það væri virkilega ódýrt að koma hingað myndi það endurspegla ákveðna veikleika í efnahagslegu tilliti á Íslandi,“ sagði Bjani. „Ef að við ætlum að gera kröfu til þessað hér séu há lífsgæði og að við getum borið okkur saman við það sem best gerist í heiminum getum við ekki á sama tíma ætlast til þess að hér skjóti róti rótum ferðaþjónustustarfsemi þar sem er virkilega ódýrt að njóta þjónustunnar,“ sagði Bjarni. Það sem myndi ráða úrslitum um framtíð ferðaþjónustunnar væri áhersla á hreinleika og gæði og að tryggja þyrfti að innviðir upplifun ferðamanna væru í lagi.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Hagfræðingur og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna lækkun í virðisaukaskattkerfinu og segja að gæta þurfi aðhalds á þenslutímum. Skynsamlegra væri að greiða enn meira inn á skuldir. 6. apríl 2017 06:00 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Hagfræðingur og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna lækkun í virðisaukaskattkerfinu og segja að gæta þurfi aðhalds á þenslutímum. Skynsamlegra væri að greiða enn meira inn á skuldir. 6. apríl 2017 06:00
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00