Körfubolti

Jóhann: Við skitum á okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Þór Ólafsson.
Jóhann Þór Ólafsson. vísir/andri
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var í hálfgerðu losti eftir skellinn gegn KR í kvöld. Gríðarlega svekkjandi endir á mögnuðu tímabili hjá hans liði.

„Þetta er eitt mesta choke sem ég hef orðið vitni að hjá mínum mönnum. Við bara skitum á okkur og misstum trúna strax. KR-ingarnir spiluðu mjög vel og fóru að gera það sem maður óttaðist að þeir myndu fara að gera. Njóta og hafa gaman af þessu. Við féllum á eigin bragði þar,“ sagði Jóhann yfir sig svekktur.

„KR-ingana langaði þetta miklu meira. Þeir föttuðu að njóta, hafa gaman og virða það að vera bestir. Ekki bara halda að þetta komi af sjálfu sér. Við gáfumst upp í öðrum leikhluta og þetta var búið í hálfleik.“

Grindavík er búið að koma öllum á óvart í vetur en var þetta risastóra svið í kvöld of stórt fyrir þá?

„Mögulega. Við lærum af þessu. Ég þar á meðal en ég hef aldrei lent í svona áður. Það er erfitt að segja af hverju samt svona snemma eftir leik,“ segir Jóhann en það gekk ekkert upp hjá hans liði og Lewis Clinch skoraði ekki sitt fyrsta stig fyrr en í blálok þriðja leikhluta.

„Hann átti ekki sinn besta leik og það var ekki bara hann sem „chokeaði“. Það gerðu allir. Við duttum úr okkar leik allt of snemma. Hittum ekki úr góðum skotum og þetta var bara slakt.“


Tengdar fréttir

Leik lokið: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar

KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×