Aukin hætta á heilablóðfalli og elliglöpum tengd neyslu á sykurlausum gosdrykkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 10:50 Það er ekkert sérstaklega hollt að drekka mikið af gosi. vísir/getty Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar. Neytendur Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar.
Neytendur Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira