Ingi Þór: Ástæðulaust að óttast góða leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2017 13:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á. Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti