Siglum inn í mikinn skort á geðlæknum Snærós Sindradóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Kleppur er víða. vísir/vilhelm Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira