Menning

Heimsækja Snorra Sturluson og Bjarna Harðar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Eira Björnstad Foss, Kristine Tjøgersen, Hanne Rekdal, Inga Grytås Byrkjeland skipa kvartettinn Tøyen Fil og Klafferi.
Eira Björnstad Foss, Kristine Tjøgersen, Hanne Rekdal, Inga Grytås Byrkjeland skipa kvartettinn Tøyen Fil og Klafferi.
Norski kvartettinn Tøyen Fil og Klafferi er kominn hingað til lands og ætlar að halda þrenna tónleika; í Húsafellskirkju í kvöld klukkan 20, í Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík á morgun klukkan 21 og í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi á laugardaginn klukkan 14.30.



Á efnisskránni er ný og nýleg tónlist frá Íslandi og Noregi. Sveitin hefur í mörg ár verið í samstarfi við tónskáldin Hafdísi Bjarnadóttur og Guðmund Stein Gunnarsson og nýtt verk eftir Guðmund Stein verður einmitt frumflutt í þessari Íslandsheimsókn.

Þær stöllur segjast hafa góða reynslu af að spila í Húsafelli. Kirkjan sé notaleg fyrir litla tónleika, auk þess sem þær hafi kynnst skemmtilegu fólki á staðnum. Bókakaffið á Selfossi er ekki bara rekið af Bjarna Harðar heldur líka konu hans, tónskáldinu Elínu Gunnlaugsdóttur. Á tónleikunum þar mun verðlaunahöfundurinn Halldóra Thoroddsen lesa upp úr verkum sínum.

Svo er Mengi vinsæll staður í Reykjavík!








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.