Erlent

Bresku pari á leið til Jamaíka hent út á Asoreyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Asoreyjum.
Frá Asoreyjum. Vísir/Getty
Bresku pari sem var á leið í lúxusfrí til Jamaíku var vísað úr flugvél British Airways á Asoreyjum þar sem henni var lent vegna hegðunar þeirra um borð. Parið hafði krafist þess að fá sæti á fyrsta farrými.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að ekki sé ljóst af hverju ágreiningur áhafnar og parsins kom upp, en að sögn talsmanns British Airways krafðist parið að fá sæti fremst í vélinni. Hafi þau verið mjög ágeng og tekið upp öll samskipti sín við áhöfn á farsíma síma.

Tekin var ákvörðun um að lenda vélinni á Asoreyjum í Atlantshafi þegar flugið var um hálfnað. Í frétt Evening Standard kemur fram að vélinni hafi að þessu loknu verið flogið aftur til Gatwick-flugvallar í London þar sem öðrum farþegum var útvegað hótelherbergjum.

„Flugstjórinn ákvað að lenda vélinni á flugvellinum í Lajes, á eyjunni Terceira, vegna deilna áhafnarmeðlima og pars sem vildi verða flutt af almennu farrými og á fyrsta farrými,“ sagði talsmaður potúgalska hersins á Asoreyjum.

Ekki liggur fyrir hvað verður um frí parsins til Jamaíku en það verður í það minnsta áfram á Asoreyjum í dag þar sem yfirheyrslur hjá portúgölsku lögreglunni bíða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×