Samviskan hringdi og ég svaraði Magnús Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 10:30 Svikaskáldin sem verða í Mengi í dag frá kl. 17 til 19. Við kynntumst í ritlistinni uppi í háskóla en erum samt ekki allar af sama árinu. Það var svona upphafið að þessu,“ segir Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld en í dag kemur út ljóðverkið Ég er ekki að rétta upp hönd. Í bókinni er að finna ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Þórdísi Helgadóttur og Sunnu Dís. En útgáfunni verður fagnað í dag í Mengi á milli klukkan 17 og 19 að Óðinsgötu þar sem skáldin ætla að koma saman og lesa upp úr verkinu. Sunna Dís segir að þær hafi einfaldlega ákveðið að skella saman í bók. „Mér var svona kippt með – það var eiginlega eins og að fá samtal frá samviskunni. Ég var drifin upp í bústað að skrifa ljóð og þegar samviskan hringir þá svarar maður kallinu.“ Samheitið svikaskáld segir Sunna Dís að hafi fljótlega komið til þeirra. „Þetta birtist fljótlega eftir að við komum saman uppi í bústað til þess að skrifa og hafa kaffisamsæti með upplestrum þess á milli. Þá kom fljótt í ljós að það voru hjá okkur sameiginlegir þræðir sem meðal annars tengjast imposture-syndróminu sem hefur nú farið nokkuð hátt. Þessi pæling með að vera skáld eða svikari. Hvort er maður?“ En sjálf segir Sunna Dís að þar sem segi í einu af ljóðum hennar að hún geri aldrei mistök þá hljóti hún að vera viss um það hvort hún er og þar sem ljóðið er að koma á bók þá hljóti hún að vera skáld. Að yrkja ljóð þykir nú oft vera einmanalegt starf en skyldi Sunnu Dís hafa þótt gott að vinna svona saman eins og þær gerðu? „Þetta var ótrúlega skemmtileg vinna. Við vissum í raun ekkert hvað yrði þegar við fórum þarna upp eftir að öðru leyti en því að við vorum búnar að ákveða að gefa út bók. Því þannig gerast allir góðir hlutir að maður stekkur fyrst og spyr svo. Það var líka gaman að sjá hvernig ljóðin fara að flækja sig saman í þessu samtali og með kaffisopanum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Við kynntumst í ritlistinni uppi í háskóla en erum samt ekki allar af sama árinu. Það var svona upphafið að þessu,“ segir Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld en í dag kemur út ljóðverkið Ég er ekki að rétta upp hönd. Í bókinni er að finna ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Þórdísi Helgadóttur og Sunnu Dís. En útgáfunni verður fagnað í dag í Mengi á milli klukkan 17 og 19 að Óðinsgötu þar sem skáldin ætla að koma saman og lesa upp úr verkinu. Sunna Dís segir að þær hafi einfaldlega ákveðið að skella saman í bók. „Mér var svona kippt með – það var eiginlega eins og að fá samtal frá samviskunni. Ég var drifin upp í bústað að skrifa ljóð og þegar samviskan hringir þá svarar maður kallinu.“ Samheitið svikaskáld segir Sunna Dís að hafi fljótlega komið til þeirra. „Þetta birtist fljótlega eftir að við komum saman uppi í bústað til þess að skrifa og hafa kaffisamsæti með upplestrum þess á milli. Þá kom fljótt í ljós að það voru hjá okkur sameiginlegir þræðir sem meðal annars tengjast imposture-syndróminu sem hefur nú farið nokkuð hátt. Þessi pæling með að vera skáld eða svikari. Hvort er maður?“ En sjálf segir Sunna Dís að þar sem segi í einu af ljóðum hennar að hún geri aldrei mistök þá hljóti hún að vera viss um það hvort hún er og þar sem ljóðið er að koma á bók þá hljóti hún að vera skáld. Að yrkja ljóð þykir nú oft vera einmanalegt starf en skyldi Sunnu Dís hafa þótt gott að vinna svona saman eins og þær gerðu? „Þetta var ótrúlega skemmtileg vinna. Við vissum í raun ekkert hvað yrði þegar við fórum þarna upp eftir að öðru leyti en því að við vorum búnar að ákveða að gefa út bók. Því þannig gerast allir góðir hlutir að maður stekkur fyrst og spyr svo. Það var líka gaman að sjá hvernig ljóðin fara að flækja sig saman í þessu samtali og með kaffisopanum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira