Trump ekki kátur með eldflaugatilraunir Norður-Kóreu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2017 08:00 Donald Trump hefur reynt að glíma við Norður-Kóreu að undanförnu. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36
Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21
Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32