Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2017 21:30 Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði. vísir/gva Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. Aðspurður hvaða leið hann telji vænlegasta þegar kemur að gjaldtöku segir hann að hægt sé að fara ýmsar leiðir en það fari í raun eftir markmiðinu hvaða leið sé vænlegust hverju sinni. Sé markmiðið til að mynda aðeins það að afla tekna fyrir ríkissjóð þá má bæði nota virðisaukaskattskerfið og gistináttagjaldið, líkt og ríkið gerir nú. „Síðan er það sjónarmið tvö, það er að ferðaþjónustan valdi einhvers konar kostnaði í samfélaginu, til dæmis með álagi á inniviði, og að það þurfi að endurheimta einhvern hluta af þeim kostnaði. Þetta eru svipaðar röksemdir og voru fyrir veiðigjaldi á sínum tíma en þá þarftu sérstakan skatt, til að mynda í formi komugjalda eða gistináttagjalda. Þá væri það einfaldlega þannig að ef kostnaður ríkisins er 40 milljarðar þá innheimtir ríkið 40 milljarða í gegnum þennan sérstaka skatt,“ segir Daði í samtali við Vísi.Hvorki almenna skattkerfið né sérstakur skattur geti stýrt álagi og aðgangiVísir hefur undanfarið fjallað um gjaldtöku í ferðaþjónustunni og á ferðamannastöðum og meðal annars rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem vill frekar sjá aukna gjaldtöku heldur en boðaða virðisaukaskattshækkun á atvinnugreinina. Aukin gjaldtaka gæti meðal annars falið í sér bílastæðagjöld eða salernisgjald en slík gjaldtaka er að mati Helgu til þess fallin að bæta skipulag á fjölsóttum ferðamannastöðum sem og að bæta álagsstýringu. Að þessu leyti er nokkur samhljómur með orðum Helgu og Daða því vandamálið eins og hann sér það er of mikið álag á ákveðnum ferðamannastöðum. Hvorki almenna skattkerfið né sérstakur skattur sé til þess gerður að stýra álagi og aðgangi að fjölsóttum ferðamannastöðum segir Daði. „Vandamálið í ferðaþjónustunni eins og ég sé það er hvernig ferðamannastraumurinn dreifist og það álag sem hann er að valda á einstökum stöðum og svo skortur á uppbyggingu á þeim stöðum. Þá verð ég að viðurkenna, að ef þú ætlar að stemma stigu við fjölda ferðamanna á einhverjum ákveðnum stað, þá er það eina sem virkar gjaldtaka á staðnum,“ segir Daði.Ferðamenn greiða fyrir bílastæði á Þingvöllum.vísir/anton brinkÞykir alls staðar sjálfsagt að rukka fyrir bílastæði Hann kveðst hins vegar ekki hrifinn af hugmyndinni af gjaldtökuhliðum úti um allt land og fólk sé þannig meðvitað að borga inn á hvern stað fyrir sig. „Það er pínu neikvætt og tvíeggja og þessi hugmynd um villta gjaldtöku finnst mér dálítið fráhrindandi. En þá kemur þetta að rukka fyrir bílastæði sem þykir ekki bara alls staðar sjálfsagt heldur er það tæknilega mjög auðvelt og krefst ekki mönnunar. Það þarf hins vegar að breyta lögum á þann veg að fleiri heldur en sveitarfélög megi innheimta þessi gjöld og að mannshöndin þurfi hvergi að koma nærri þegar sektum er útdeilt,“ segir Daði. Aðspurður hvaða kosti og galla hann sjái við fyrirkomulag á borð við náttúrupassa segir Daði að hann sé ekki hrifinn af hugmyndinni um almennan náttúrupassa; hann virki í raun eins og komugjald og geri lítið til að stýra umferðinni á fjölsótta ferðamannastaði. Náttúrupassi fyrir mest sóttu staðina gæti hins vegar virkað.En hvað með að rukka aðgangseyri eins og gert er nú þegar á nokkrum stöðum um landið? „Ég er ekki á móti því en það er augljóslega ekki hagkvæmt, samanborið við það að koma bara upp einu kerfi af innheimtu af bílastæðum. Ég hefði haldið að það að vera að manna alla þessa staði væri dýr leið, það færi mikið í kerfið sjálft, en mínar aðaláhyggjur eru af því að þeir sem eiga staðina sjái sér ekki hag í því eða hafi ekki efni á því að byggja þá upp. Þannig lendi þeir í niðurníslu og séu nýttir með ósjálfbærum hætti því það er enginn hvati til þess að gera þá betur úr garði. Það er dálítið staðan í dag á meðan það er svona mikil andstaða við gjaldtökuna og hún er fátíð þá verður ekki þessi stýring á flæðinu sem myndi fylgja henni né uppbyggingin sem gjaldtakan skapar hvata fyrir.“Frá uppbyggingu við Bláa lónið sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þar er bæði rukkaður aðgangseyrir og gestir þurfa að panta tíma fyrirfram í lónið.vísir/anton brinkRáðherra nefnir leiðir á borð við landvörslu, sérleyfi og fyrirframskráningu Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna umfjöllunar um gjaldtöku í ferðaþjónustunni sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, að álagsstýring á ferðamannastöðum þyrfti ekki endilega að snúast um gjaldtöku. Bílastæðagjöld gætu þó vissulega verið hluti af álagsstýringu en einnig sérleyfi eða einhvers konar fyrirframskráning. Þá gæti landvarsla haft mikið að segja sem og skipulag og umferðarstýring á gönguleiðum. Það væri hins vegar fyrst og fremst í verkahring ábyrgðar-og umsjónaraðila hvers svæðis að móta hvernig aðgangs-og álagsstýringu væri best háttað á hverjum stað. Þá kvaðst ráðherra ekki sjá fyrir sér að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa þar sem slíkt fyrirkomulag yrði ekki til þess fallið að hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið eða álagsstýringu á hverjum stað. En þrátt fyrir að búið sé að slá náttúrupassann út af borðinu eru engu að síður uppi ýmsar hugmyndir um hvernig stýra má álagi á fjölsóttum ferðamannastöðum í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Hvaða leiðir og lausnir verða svo ofan á hverjum stað fyrir sig mun koma í ljós en eins og þekkt er rukka sumir landeigendur aðgangseyri að náttúruperlum í þeirra og þá er farið að taka salernisgjöld á nokkrum þekktum ferðamannastöðum. Auk þess hóf þjóðgarðurinn á Þingvöllum að rukka bílastæðagjöld síðasta sumar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. Aðspurður hvaða leið hann telji vænlegasta þegar kemur að gjaldtöku segir hann að hægt sé að fara ýmsar leiðir en það fari í raun eftir markmiðinu hvaða leið sé vænlegust hverju sinni. Sé markmiðið til að mynda aðeins það að afla tekna fyrir ríkissjóð þá má bæði nota virðisaukaskattskerfið og gistináttagjaldið, líkt og ríkið gerir nú. „Síðan er það sjónarmið tvö, það er að ferðaþjónustan valdi einhvers konar kostnaði í samfélaginu, til dæmis með álagi á inniviði, og að það þurfi að endurheimta einhvern hluta af þeim kostnaði. Þetta eru svipaðar röksemdir og voru fyrir veiðigjaldi á sínum tíma en þá þarftu sérstakan skatt, til að mynda í formi komugjalda eða gistináttagjalda. Þá væri það einfaldlega þannig að ef kostnaður ríkisins er 40 milljarðar þá innheimtir ríkið 40 milljarða í gegnum þennan sérstaka skatt,“ segir Daði í samtali við Vísi.Hvorki almenna skattkerfið né sérstakur skattur geti stýrt álagi og aðgangiVísir hefur undanfarið fjallað um gjaldtöku í ferðaþjónustunni og á ferðamannastöðum og meðal annars rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem vill frekar sjá aukna gjaldtöku heldur en boðaða virðisaukaskattshækkun á atvinnugreinina. Aukin gjaldtaka gæti meðal annars falið í sér bílastæðagjöld eða salernisgjald en slík gjaldtaka er að mati Helgu til þess fallin að bæta skipulag á fjölsóttum ferðamannastöðum sem og að bæta álagsstýringu. Að þessu leyti er nokkur samhljómur með orðum Helgu og Daða því vandamálið eins og hann sér það er of mikið álag á ákveðnum ferðamannastöðum. Hvorki almenna skattkerfið né sérstakur skattur sé til þess gerður að stýra álagi og aðgangi að fjölsóttum ferðamannastöðum segir Daði. „Vandamálið í ferðaþjónustunni eins og ég sé það er hvernig ferðamannastraumurinn dreifist og það álag sem hann er að valda á einstökum stöðum og svo skortur á uppbyggingu á þeim stöðum. Þá verð ég að viðurkenna, að ef þú ætlar að stemma stigu við fjölda ferðamanna á einhverjum ákveðnum stað, þá er það eina sem virkar gjaldtaka á staðnum,“ segir Daði.Ferðamenn greiða fyrir bílastæði á Þingvöllum.vísir/anton brinkÞykir alls staðar sjálfsagt að rukka fyrir bílastæði Hann kveðst hins vegar ekki hrifinn af hugmyndinni af gjaldtökuhliðum úti um allt land og fólk sé þannig meðvitað að borga inn á hvern stað fyrir sig. „Það er pínu neikvætt og tvíeggja og þessi hugmynd um villta gjaldtöku finnst mér dálítið fráhrindandi. En þá kemur þetta að rukka fyrir bílastæði sem þykir ekki bara alls staðar sjálfsagt heldur er það tæknilega mjög auðvelt og krefst ekki mönnunar. Það þarf hins vegar að breyta lögum á þann veg að fleiri heldur en sveitarfélög megi innheimta þessi gjöld og að mannshöndin þurfi hvergi að koma nærri þegar sektum er útdeilt,“ segir Daði. Aðspurður hvaða kosti og galla hann sjái við fyrirkomulag á borð við náttúrupassa segir Daði að hann sé ekki hrifinn af hugmyndinni um almennan náttúrupassa; hann virki í raun eins og komugjald og geri lítið til að stýra umferðinni á fjölsótta ferðamannastaði. Náttúrupassi fyrir mest sóttu staðina gæti hins vegar virkað.En hvað með að rukka aðgangseyri eins og gert er nú þegar á nokkrum stöðum um landið? „Ég er ekki á móti því en það er augljóslega ekki hagkvæmt, samanborið við það að koma bara upp einu kerfi af innheimtu af bílastæðum. Ég hefði haldið að það að vera að manna alla þessa staði væri dýr leið, það færi mikið í kerfið sjálft, en mínar aðaláhyggjur eru af því að þeir sem eiga staðina sjái sér ekki hag í því eða hafi ekki efni á því að byggja þá upp. Þannig lendi þeir í niðurníslu og séu nýttir með ósjálfbærum hætti því það er enginn hvati til þess að gera þá betur úr garði. Það er dálítið staðan í dag á meðan það er svona mikil andstaða við gjaldtökuna og hún er fátíð þá verður ekki þessi stýring á flæðinu sem myndi fylgja henni né uppbyggingin sem gjaldtakan skapar hvata fyrir.“Frá uppbyggingu við Bláa lónið sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þar er bæði rukkaður aðgangseyrir og gestir þurfa að panta tíma fyrirfram í lónið.vísir/anton brinkRáðherra nefnir leiðir á borð við landvörslu, sérleyfi og fyrirframskráningu Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna umfjöllunar um gjaldtöku í ferðaþjónustunni sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, að álagsstýring á ferðamannastöðum þyrfti ekki endilega að snúast um gjaldtöku. Bílastæðagjöld gætu þó vissulega verið hluti af álagsstýringu en einnig sérleyfi eða einhvers konar fyrirframskráning. Þá gæti landvarsla haft mikið að segja sem og skipulag og umferðarstýring á gönguleiðum. Það væri hins vegar fyrst og fremst í verkahring ábyrgðar-og umsjónaraðila hvers svæðis að móta hvernig aðgangs-og álagsstýringu væri best háttað á hverjum stað. Þá kvaðst ráðherra ekki sjá fyrir sér að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa þar sem slíkt fyrirkomulag yrði ekki til þess fallið að hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið eða álagsstýringu á hverjum stað. En þrátt fyrir að búið sé að slá náttúrupassann út af borðinu eru engu að síður uppi ýmsar hugmyndir um hvernig stýra má álagi á fjölsóttum ferðamannastöðum í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Hvaða leiðir og lausnir verða svo ofan á hverjum stað fyrir sig mun koma í ljós en eins og þekkt er rukka sumir landeigendur aðgangseyri að náttúruperlum í þeirra og þá er farið að taka salernisgjöld á nokkrum þekktum ferðamannastöðum. Auk þess hóf þjóðgarðurinn á Þingvöllum að rukka bílastæðagjöld síðasta sumar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30
Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30