Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 22:45 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa. Sýrland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa.
Sýrland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira