Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 23:30 Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. vísir/anton brink Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. Eiga fjármunirnir að nýtast til að mæta kostnaði við þjónustu, uppbyggingu og viðhald innviða, rekstur og eftirlit innan marka þjóðgarðsins en fjárhæðin á að birtast í reglugerð samkvæmt frumvarpinu og byggjast á rekstraráætlun garðsins sem Þingvallanefnd leggur fyrir ráðherra til samþykktar. Samkvæmt drögunum að frumvarpinu verður meðal annars heimilt að ákveða að gjaldið verði „föst fjárhæð miðað við dagsdvöl í þjóðgarðinum og veiti aðgang að þjónustu á vegum þjóðgarðsins innan marka þjóðgarðsins.“Í dag er rukkað fyrir bílastæðagjöld og aðgang að salerni á Þingvöllum.vísir/anton brinkGjöldin munu renna til þjóðgarðsins Heimilt verður að veita afslátt af gjaldinu ef greitt er fyrir lengri tíma í senn eða ef greitt er fyrir marga aðila í einu. Þá verður jafnframt heimilt að rukka sérstaklega fyrir aðgang að tjaldstæðum innan þjóðgarðsins. Gjöldin munu renna til þjóðgarðsins sjálfs en ráðherra ákveður nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð eftir að hafa tillögur frá Þingvallanefnd. Þá mun jafnframt verða heimilt, samkvæmt drögum að frumvarpinu, að innheimta gjöld vegna leyfisveitinga og samninga en gjöldin skulu standa undir kostnaði við veitingu leyfa og við umsjón og eftirlit vegna hinnar leyfisskyldu starfsemi. Ráðherra ákveður svo fjárhæð gjaldsins sem og nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð að fengnum tillögum Þingvallanefndar.Fossinn Svartifoss er innan Vatnajökulsþjóðgarðs.vísir/gvaSams konar heimildir til gjaldtöku í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð Þessar tillögur um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum eru í samræmi við núgildandi lög um Vatnajökulsþjóðgarð en samkvæmt 21. grein þeirra laga má ákveða að taka gestagjöld innan garðsins og fyrir aðgang að svæðinu til að mæta kostnaði við þjónustu og eftirlit með dvalargestum. Í ákvæðinu er jafnframt kveðið á um að heimilt sé „að ákveða að gjaldið sé föst fjárhæð miðað við dagsdvöl í þjóðgarðinum og veiti aðgang að þjónustu á vegum þjóðgarðsins á öllum rekstrarsvæðum hans.“ Í drögunum að frumvarpi um breytingar á lögum um Þingvelli er reyndar líka lögð til breyting á 21. grein í lögunum um Vatnajökulsþjóðgarð. Samkvæmt drögunum skulu gestagjöld fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu ekki aðeins mæta kostnaði við þjónustu og eftirlit heldur einnig kostnaði við uppbyggingu og viðhaldi innviða og rekstri.Þessar myndir tóku landverðir á Þingvöllum sumarið 2015 en þá höfðu ferðamenn rifið upp mosa við tjaldsvæðið í Vatnskoti til að einangra tjöld sín betur.þjóðgarðurinn á þingvöllumUmtalsverð spjöll orðið á náttúru á Þingvöllum vegna átroðnings ferðamanna Engum blöðum er um það að fletta að þjóðgarðurinn á Þingvöllum er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og er vísað í þá staðreynd í greinargerð með drögunum. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár hefur ásókn og álag á Þingvelli aukist mikið, bæði á náttúru þjóðgarðsins og innviði, og hafa í raun umtalsverð spjöll orðið á náttúru innan garðsins vegna átroðnings ferðamanna að því er fram kemur í greinargerðinni.Er breytingunum á núverandi löggjöf „ætlað að stuðla að því að hægt verði að taka á móti ölum þeim fjölda gesta sem leggur leið sína í þjóðgarðinn án þess að röskun verði á náttúru og menningarminjum,“ eins og segir í greinargerð. Til að koma í veg fyrir að náttúra þjóðgarðsins raskist enn frekar hafa stjórnendur þjóðgarðsins„þurft að bæta og auka við aðstöðu sem hefur leitt til stóraukinna útgjalda í rekstri þjóðgarðsins. Starfsemi þjóðgarðsins er í dag fjármögnuð með fjárveitingum úr fjárlögum, tekjum af leigu lóða innan þjóðgarðsins og innheimtu þjónustugjalda vegna afmarkaðrar þjónustu innan þjóðgarðsins. Þessi tekjuöflun hefur ekki reynst nægjanleg til þess að takast á við breyttar aðstæður. Frumvarpinu er m.a. ætlað að stuðla að því að þjóðgarðsyfirvöldum verði tryggðir auknir fjármunir þannig að unnt sé að stuðla með skilvirkum hætti að uppbyggingu og vernd þjóðgarðsins.“ Auk þeirra breytinga sem snúa að heimild til aukinnar gjaldtöku á Þingvöllum er lagt til að afla þurfi sérstaks leyfis vegna hvers konar skipulagðra viðburða og verkefna innan þjóðgarðsins „sem meðal annars kalla á aðstöðu jarðrask, mannafla eða meðferð tækja innan þjóðgarðsins, svo sem vegna kvikmyndunar eða samkomuhalds.“ Þá verður auk þess óheimilt að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án samnings um slíka starfsemi við Þingvallanefnd. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. Eiga fjármunirnir að nýtast til að mæta kostnaði við þjónustu, uppbyggingu og viðhald innviða, rekstur og eftirlit innan marka þjóðgarðsins en fjárhæðin á að birtast í reglugerð samkvæmt frumvarpinu og byggjast á rekstraráætlun garðsins sem Þingvallanefnd leggur fyrir ráðherra til samþykktar. Samkvæmt drögunum að frumvarpinu verður meðal annars heimilt að ákveða að gjaldið verði „föst fjárhæð miðað við dagsdvöl í þjóðgarðinum og veiti aðgang að þjónustu á vegum þjóðgarðsins innan marka þjóðgarðsins.“Í dag er rukkað fyrir bílastæðagjöld og aðgang að salerni á Þingvöllum.vísir/anton brinkGjöldin munu renna til þjóðgarðsins Heimilt verður að veita afslátt af gjaldinu ef greitt er fyrir lengri tíma í senn eða ef greitt er fyrir marga aðila í einu. Þá verður jafnframt heimilt að rukka sérstaklega fyrir aðgang að tjaldstæðum innan þjóðgarðsins. Gjöldin munu renna til þjóðgarðsins sjálfs en ráðherra ákveður nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð eftir að hafa tillögur frá Þingvallanefnd. Þá mun jafnframt verða heimilt, samkvæmt drögum að frumvarpinu, að innheimta gjöld vegna leyfisveitinga og samninga en gjöldin skulu standa undir kostnaði við veitingu leyfa og við umsjón og eftirlit vegna hinnar leyfisskyldu starfsemi. Ráðherra ákveður svo fjárhæð gjaldsins sem og nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð að fengnum tillögum Þingvallanefndar.Fossinn Svartifoss er innan Vatnajökulsþjóðgarðs.vísir/gvaSams konar heimildir til gjaldtöku í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð Þessar tillögur um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum eru í samræmi við núgildandi lög um Vatnajökulsþjóðgarð en samkvæmt 21. grein þeirra laga má ákveða að taka gestagjöld innan garðsins og fyrir aðgang að svæðinu til að mæta kostnaði við þjónustu og eftirlit með dvalargestum. Í ákvæðinu er jafnframt kveðið á um að heimilt sé „að ákveða að gjaldið sé föst fjárhæð miðað við dagsdvöl í þjóðgarðinum og veiti aðgang að þjónustu á vegum þjóðgarðsins á öllum rekstrarsvæðum hans.“ Í drögunum að frumvarpi um breytingar á lögum um Þingvelli er reyndar líka lögð til breyting á 21. grein í lögunum um Vatnajökulsþjóðgarð. Samkvæmt drögunum skulu gestagjöld fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu ekki aðeins mæta kostnaði við þjónustu og eftirlit heldur einnig kostnaði við uppbyggingu og viðhaldi innviða og rekstri.Þessar myndir tóku landverðir á Þingvöllum sumarið 2015 en þá höfðu ferðamenn rifið upp mosa við tjaldsvæðið í Vatnskoti til að einangra tjöld sín betur.þjóðgarðurinn á þingvöllumUmtalsverð spjöll orðið á náttúru á Þingvöllum vegna átroðnings ferðamanna Engum blöðum er um það að fletta að þjóðgarðurinn á Þingvöllum er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og er vísað í þá staðreynd í greinargerð með drögunum. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár hefur ásókn og álag á Þingvelli aukist mikið, bæði á náttúru þjóðgarðsins og innviði, og hafa í raun umtalsverð spjöll orðið á náttúru innan garðsins vegna átroðnings ferðamanna að því er fram kemur í greinargerðinni.Er breytingunum á núverandi löggjöf „ætlað að stuðla að því að hægt verði að taka á móti ölum þeim fjölda gesta sem leggur leið sína í þjóðgarðinn án þess að röskun verði á náttúru og menningarminjum,“ eins og segir í greinargerð. Til að koma í veg fyrir að náttúra þjóðgarðsins raskist enn frekar hafa stjórnendur þjóðgarðsins„þurft að bæta og auka við aðstöðu sem hefur leitt til stóraukinna útgjalda í rekstri þjóðgarðsins. Starfsemi þjóðgarðsins er í dag fjármögnuð með fjárveitingum úr fjárlögum, tekjum af leigu lóða innan þjóðgarðsins og innheimtu þjónustugjalda vegna afmarkaðrar þjónustu innan þjóðgarðsins. Þessi tekjuöflun hefur ekki reynst nægjanleg til þess að takast á við breyttar aðstæður. Frumvarpinu er m.a. ætlað að stuðla að því að þjóðgarðsyfirvöldum verði tryggðir auknir fjármunir þannig að unnt sé að stuðla með skilvirkum hætti að uppbyggingu og vernd þjóðgarðsins.“ Auk þeirra breytinga sem snúa að heimild til aukinnar gjaldtöku á Þingvöllum er lagt til að afla þurfi sérstaks leyfis vegna hvers konar skipulagðra viðburða og verkefna innan þjóðgarðsins „sem meðal annars kalla á aðstöðu jarðrask, mannafla eða meðferð tækja innan þjóðgarðsins, svo sem vegna kvikmyndunar eða samkomuhalds.“ Þá verður auk þess óheimilt að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án samnings um slíka starfsemi við Þingvallanefnd.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30