Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2017 17:33 ÓlafurÓlafssn. visir/vilhelm Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólafur hefur sent fjölmiðlum en í seinasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í tilkynningu Ólafs segir hann að sé borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar en hún kynnti niðurstöðu sína fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd daginn sem skýrslan kom út, það er þann 29. mars síðastliðinn. Þá segir Ólafur í tilkynningu sinni: „Í kjölfarið hófst mikil fjölmiðlaumfjöllun sem byggði á skýrslu nefndarinnar. Við slíkar aðstæður er ógerningur að halda uppi vörnum og nauðsynlegt að gefa sér ráðrúm til að rýna í ásakanir sem þar koma fram. Ég gaf samdægurs út yfirlýsingu þar sem ég áréttaði að ríkið hefði fengið greitt að fullu fyrir Búnaðarbankann og að staðið hefði verið við alla samninga. Enn fremur skýrði ég frá því að ég myndi ekki tjá mig um efni skýrslunnar fyrr en ég hefði kynnt mér hana. Það er ekki hlaupið að því að rifja upp tæplega fimmtán ára gamalt mál. Síðan skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út hef ég farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu. Ég tel mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður eru dregnar af í rannsóknarskýrslunni. Réttur vettvangur til að bregðast við er að mínu mati fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, enda var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar kynnt þar. Ég geri mér vonir um að varpa þar ljósi á atburðarrásina og svara spurningum sem nefndin kann að beina til mín.“ Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30 Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00 Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólafur hefur sent fjölmiðlum en í seinasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í tilkynningu Ólafs segir hann að sé borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar en hún kynnti niðurstöðu sína fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd daginn sem skýrslan kom út, það er þann 29. mars síðastliðinn. Þá segir Ólafur í tilkynningu sinni: „Í kjölfarið hófst mikil fjölmiðlaumfjöllun sem byggði á skýrslu nefndarinnar. Við slíkar aðstæður er ógerningur að halda uppi vörnum og nauðsynlegt að gefa sér ráðrúm til að rýna í ásakanir sem þar koma fram. Ég gaf samdægurs út yfirlýsingu þar sem ég áréttaði að ríkið hefði fengið greitt að fullu fyrir Búnaðarbankann og að staðið hefði verið við alla samninga. Enn fremur skýrði ég frá því að ég myndi ekki tjá mig um efni skýrslunnar fyrr en ég hefði kynnt mér hana. Það er ekki hlaupið að því að rifja upp tæplega fimmtán ára gamalt mál. Síðan skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út hef ég farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu. Ég tel mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður eru dregnar af í rannsóknarskýrslunni. Réttur vettvangur til að bregðast við er að mínu mati fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, enda var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar kynnt þar. Ég geri mér vonir um að varpa þar ljósi á atburðarrásina og svara spurningum sem nefndin kann að beina til mín.“
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30 Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00 Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30
Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00
Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00