Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:51 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson hlutu dóma í málinu. vísir/anton brink Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41
Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36