Donald Trump skrifaði undir lög sem hefta fjárframlög til fóstureyðinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 10:48 Kona sýnir mótmælaspjald í göngu fyrir heilbrigði, „March for Health“, í New York í byrjun apríl. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“. Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“.
Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45