Segir Seðlabankann stunda að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 14:47 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
„Samkvæmt framansögðu hefur Seðlabankinn frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu. Eru þá ótaldar rangfærslur til sérstaks saksóknara. Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréf til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Bréfið birtir Þorsteinn í heild sinni á vef Samherja. Í bréfinu er vísað til fyrra bréfs Þorsteins til bankaráðs þar sem því er haldið fram að lögmaður Seðlabankans hafi gegn betri vitund í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í héraðsdómsmáli í því skyni að hafa áhrif á úrslit málsins. „Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutningi, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi. Réttmæti ábendingarinnar um rangar og villandi upplýsingar frá 16. mars hefur nú verið staðfest af bankanum sjálfum með því að hann birti skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni hinn 10. apríl síðastliðinn. Lögmaður sem vísvitandi lætur rangfært sönnunargagn liggja fyrir dómi brýtur bæði lög þessa lands sem og siðareglur lögmanna og bankaráðsmenn sem láta það ótalið brjóta alvarlega gegn eftirlitsskyldu sinni sem bundin er í lögum eins og löglærðum bankaráðsformanni er fullkunnugt um,“ segir Þorsteinn. Hann segir auk þess að Seðlabankinn hafi byggt öflun húsleitarheimildar árið 2012 á röngum útreikningum, að Seðlabankinn hafi afvegaleitt Hæstarétt Íslands í þeim tilgangi að dómurinn dæmdi rannsókn bankans ólöglega og að ítrekað hafi verið bent á tilvik sem þessi án þess að bankaráðið sjá til þess að leiðréttingum sé komið á framfæri. Þorsteinn segir Samherja ætla að bregðast við því með viðeigandi hætti.Bréfið má lesa í heild hér.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira