Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:20 Þetta eru mikil tímamót og ég fagna þessum tíðindum mjög, enda höfum við unnið að þessu um margra mánaða skeið, segir Björn Ingi í tilkynningu. Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu. Fjölmiðlar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu.
Fjölmiðlar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira