Körfubolti

Friðrik Ingi tók Amin aldrei útaf: Ég ætlaði vinna þennan leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Ingi á hliðarlínunni í fyrsta leik liðanna.
Friðrik Ingi á hliðarlínunni í fyrsta leik liðanna. vísir/ernir
„Þetta var mjög flottur sigur og strákarnir komu vel stemmdir og einbeitir til leiks, sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á KR í kvöld.

„Við sýndum úr hverju við erum gerðir og hvað við getum gert þegar við leggjum okkur fram.“

Friðrik Ingi tók Amin Stevens aldrei af velli í kvöld og lék hann allar mínútur leiksins.

„Ég ætlaði að vinna þennan leik í kvöld og stundum þarf maður að taka áhættur. Maður stendur bara of fellur með þeim ákvörðunum. Það komu síðan leikhlé á góðum tíma sem hjálpuðu manni og hann þurfti ekki að hvílast.“

Hann segir að leikurinn í kvöld sýni að liðið sé heldur betur meðal þeirra bestu.

„Við sýndum frábæran karakter í kvöld og áttum þennan sigur sannarlega skilið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×