Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 12:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00