Innlent

Segja mannleg mistök hafa valdið skekkju í mengunarmælingum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Verksmiðja United Silicon í Helguvík.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm
Mannleg mistök leiddu til þess að sýni í efnamælingum í Helguvík sem send voru til Svíþjóðar til greiningar voru greind með fimmfalt hærra magn málma en raun var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkurannsóknum ehf, sem annast efnarannsóknir á svæðinu. 

„Líkt og kunnugt er kom upp óeðlilegt frávik í efnamælingum Orkurannsókna ehf í Helguvík sem gáfu vísbendingar um að mæliskekkja hefði átt sér stað við greiningu á málmum í ryksýnum, þar á meðal arsens,“ segir í tilkynningunni.

Í kjölfarið vr farið yfir þau gögn sem voru til staðar og verkferla við sýnasöfnun, auk þess sem ALS Global, sem annast úrvinnslu og greiningar á þeim sýnum sem Orkurannsóiknir safna fóru yfir verkferla sína.

„Við skoðun hjá ALS hefur komið í ljós að mannleg mistök hjá þeim leiddu til þess að sýnin sem send voru til Svíþjóðar voru greind með fimmfalt hærra magn málma en raun var.“

ALS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þessi mistök og árétta að þeir muni fara yfir sína verkferla til að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni. 

„Orkurannsóknir ítreka að fyrirtækið fylgir ítrustu gæðaferlum og viðheldur viðurkenndum vinnubrögðum við umhverfis- og efnamælingar.“

Mbl.is greindi frá því í gær að niðurstöður nýrra mælinga úr mælistöðinni við Hólmgrsbraut séu svipaðar og áður en verksmiðja United Silicon í Reykjanesbæ var gangsett og sýna magn arsens í andrúmsloftinu rétt rúmlega 1 ng/m3. 

Í send­ingu sem inni­hélt sýni sem tek­in voru rétt áður og eft­ir að starf­sem­in hófst í verksmiðjunni, mæld­ust öll sýni á bil­inu 6-7 ng/​m3.


Tengdar fréttir

Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum

Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar.

Fjárfesting í Thorsil nánast á byrjunarreit

Ekki er búið að staðfesta 344 milljóna fjárfestingu Almenna lífeyrissjóðsins í kísilveri Thorsil í Helguvík. Framkvæmdastjóri Thorsil segir óheppilegt að starfsleyfi fyrirtækisins sé aftur komið í kæruferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×