Hamar færist nær Domino's deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 21:20 Christopher Woods skoraði 30 stig og tók 14 fráköst í liði Hamars. vísir/ernir Hamar er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti í Domino's deild karla eftir sigur á Val, 73-82, í þriðja leik liðanna í umspili í kvöld.Valsmenn rúlluðu yfir Hvergerðinga í fyrsta leiknum, 101-73, en þeir hafa svarað fyrir sig með tveimur sigrum í röð. Fjórði leikur liðanna fer fram í Hveragerði á sunnudaginn og með sigri þar tryggja heimamenn sér sæti í Domino's deildinni. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með sjö stigum, 25-18, eftir 1. leikhluta. Hamarsmenn spiluðu betur í 2. leikhluta sem þeir unnu með fimm stigum, 24-19. Staðan í hálfleik var því 44-42, Val í vil. Hvergerðingar héldu Valsmönnum í aðeins 12 stigum í 3. leikhluta en skoruðu sjálfir 21 stig. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 56-63, Hamri í vil. Gestirnir létu þessa forystu ekki af hendi og lönduðu góðum sigri, 73-82. Christopher Woods var atkvæðamestur í liði Hamars með 30 stig, 14 fráköst og fimm stoðsendingar en hann var með lygilega 77% skotnýtingu. Örn Sigurðarson kom næstur með 19 stig og átta fráköst. Þá fékk Hamar 17 stigum af bekknum, gegn aðeins átta hjá Val. Urald King átti sannkallaðan tröllaleik í liði Vals; skoraði 33 stig, tók 24 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar, varði fjögur skot og var með alls 51 framlagspunkt. Birgir Björn Pétursson kom næstur með 11 stig og níu fráköst.Valur-Hamar 73-82 (25-18, 19-24, 12-21, 17-19)Valur: Urald King 33/24 fráköst/4 varin skot, Birgir Björn Pétursson 11/9 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 7, Benedikt Blöndal 6/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Illugi Auðunsson 2.Hamar: Christopher Woods 30/14 fráköst/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 19/8 fráköst, Snorri Þorvaldsson 11/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9, Rúnar Ingi Erlingsson 6/7 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 5/5 fráköst, Oddur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hamarsmenn jöfnuðu metin eftir mikinn spennuleik í Hveragerði Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. 2. apríl 2017 21:25 Vindhögg hjá Hamri á Hlíðarenda | Myndir Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hamar í umspili um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir öruggan sigur í leik liðanna í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 101-73, Val í vil. 30. mars 2017 21:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Hamar er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti í Domino's deild karla eftir sigur á Val, 73-82, í þriðja leik liðanna í umspili í kvöld.Valsmenn rúlluðu yfir Hvergerðinga í fyrsta leiknum, 101-73, en þeir hafa svarað fyrir sig með tveimur sigrum í röð. Fjórði leikur liðanna fer fram í Hveragerði á sunnudaginn og með sigri þar tryggja heimamenn sér sæti í Domino's deildinni. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með sjö stigum, 25-18, eftir 1. leikhluta. Hamarsmenn spiluðu betur í 2. leikhluta sem þeir unnu með fimm stigum, 24-19. Staðan í hálfleik var því 44-42, Val í vil. Hvergerðingar héldu Valsmönnum í aðeins 12 stigum í 3. leikhluta en skoruðu sjálfir 21 stig. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 56-63, Hamri í vil. Gestirnir létu þessa forystu ekki af hendi og lönduðu góðum sigri, 73-82. Christopher Woods var atkvæðamestur í liði Hamars með 30 stig, 14 fráköst og fimm stoðsendingar en hann var með lygilega 77% skotnýtingu. Örn Sigurðarson kom næstur með 19 stig og átta fráköst. Þá fékk Hamar 17 stigum af bekknum, gegn aðeins átta hjá Val. Urald King átti sannkallaðan tröllaleik í liði Vals; skoraði 33 stig, tók 24 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar, varði fjögur skot og var með alls 51 framlagspunkt. Birgir Björn Pétursson kom næstur með 11 stig og níu fráköst.Valur-Hamar 73-82 (25-18, 19-24, 12-21, 17-19)Valur: Urald King 33/24 fráköst/4 varin skot, Birgir Björn Pétursson 11/9 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 7, Benedikt Blöndal 6/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Illugi Auðunsson 2.Hamar: Christopher Woods 30/14 fráköst/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 19/8 fráköst, Snorri Þorvaldsson 11/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9, Rúnar Ingi Erlingsson 6/7 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 5/5 fráköst, Oddur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hamarsmenn jöfnuðu metin eftir mikinn spennuleik í Hveragerði Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. 2. apríl 2017 21:25 Vindhögg hjá Hamri á Hlíðarenda | Myndir Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hamar í umspili um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir öruggan sigur í leik liðanna í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 101-73, Val í vil. 30. mars 2017 21:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Hamarsmenn jöfnuðu metin eftir mikinn spennuleik í Hveragerði Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. 2. apríl 2017 21:25
Vindhögg hjá Hamri á Hlíðarenda | Myndir Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hamar í umspili um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir öruggan sigur í leik liðanna í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 101-73, Val í vil. 30. mars 2017 21:00