Daniel Blake er rödd allra þeirra sem ganga á vegg Magnús Guðmundsson skrifar 8. apríl 2017 10:45 Atriði úr mynd Kens Loach, I, Daniel Blake, sem Rebecca O'Brien framleiddi eins og aðrar myndir leikstjórans síðustu þrjátíu árin. Stundum koma kvikmyndir sem virðast eiga greiða leið að hjörtum fólks og eiga í sterkri samræðu við samtíma sinn og samfélag. Kvikmyndir breska leikstjórans Kens Loach eru einmitt oftar en ekki þannig myndir og þá ekki síst hans nýjasta mynd, I, Daniel Blake, sem var tekin til sýningar í Bíói Paradís í gærkvöldi. Á meðal nánustu samstarfsmanna Kens Loach til margra ára er framleiðandinn Rebecca O’Brien sem hefur unnið að mörgum verkefnum Loach í gegnum tíðina og þekkir því vel til eiginleika þessa merka leikstjóra. „Þetta er einmitt mynd sem virðist tala beint inn í samfélagið. Hún hefur nú þegar haft mikil áhrif hérna í Bretlandi, fengið umtal og ekki síður skapað umræðu, og reyndar einnig í mörgum öðrum löndum. Það gleður okkur mikið.“Áríðandi mynd Rebecca O’Brien segir að hún hafi unnið með Ken Loach í bráðum þrjátíu ár og Paul Laverty handritshöfundi ekki mikið skemur en það. „Upphafið að þessari mynd má rekja til þess að Paul og Ken fóru saman í ferðalag veturinn 2015 þar sem þeir keyrðu um Bretland vegna þess að þeir höfðu verið að lesa sögur af fólki sem hefur lent í hremmingum í velferðarkerfinu. Þeir ákváðu því að fara og fá þessar sögur frá fyrstu hendi og fá að vita hvort þetta væri í raun jafn slæmt og sögurnar gáfu til kynna. Þeir heimsóttu vinnumiðlanir, matarúthlutanir og einstaklinga og höfðu augun opin fyrir hvernig ástandið væri í raun og veru. Á þessum tíma var ég sjálf að vinna að annarri mynd, City of Tiny Lights, sem er reyndar verið að frumsýna hér í London í kvöld (föstudagskvöld). Ég átti alls ekki von á því að það kæmi handrit frá þeim þarna um vorið þegar ég var enn við tökur á hinni myndinni en það gerðist nú samt. Paul sendi mér handritið og sagði mér að lesa bara þegar ég væri búin í tökum en auðvitað gat ég ekki beðið eftir því. Las handritið þá um kvöldið og hringdi strax í þá og sagði að við yrðum að gera þessa mynd strax á þessu ári – vegna þess að þetta er áríðandi og mikilvæg mynd. Við tókum myndina upp um haustið þarna þetta sama ár, 2015, og hlutirnir gerast nú ekki mikið hraðar en þetta í þessum bransa.“Rebecca O'Brien hefur verið aðdáandi Loach frá því hún var tíu ára gömul.Vísvitandi veggur Eins og Rebecca bendir á er víða mikil umræða um misskiptingu auðs og lífsgæða í vestrænum samfélögum og mikilvægt fyrir kvikmyndalistina að taka þátt í þeirri umræðu. „En þetta snýst fyrst og fremst um að fólk er blekkt og það er farið að gera sér grein fyrir því. Málið er að þetta er meðvituð grimmd. Stjórnvöld vita vel hvað þau eru að gera, eru fyllilega meðvituð um það hvernig farið er með fólk í þessu samfélagi því það er ekki hægt að fela sig á bak við eitthvert þekkingarleysi á þessum tímum. Fólk sem kerfið er að fara illa með hefur átt erfitt með að finna sína rödd og láta hana hljóma í samfélagsumræðunni. Ég held að Daniel Blake hafi gefið þessu fólki rödd og í raun tekið utan um reiði fólks og hugsanir og beint þeim í ákveðinn farveg. Hleypt þeim inn í umræðuna, ef svo má segja, en það er bara fyrsta skrefið. Vandinn er nefnilega fólginn í því að þetta kerfi er þannig hannað að það lætur fólki finnast það einskis virði. Hér er það einkum gert með því að leggja fyrir fólk kerfislægar þrautir, á borð við útfyllingu endalausra eyðublaða, sem eru í raun og veru mjög erfiðar fyrir hvern sem er. Og það sem þessi kvikmynd segir við fólk er þetta: Þú ert ekki eina manneskjan í þessari stöðu. Það er eðlilegt að þú gangir þarna á vegg því að það er búið að setja hann þarna fyrir þig og öll þekkjum við mann eins og Daniel Blake. Hann er líka ég og þú og hann talar fyrir alla sem ganga á veggi kerfisins.“ Á opnunarsýningu myndarinnar í Bíói Paradís buðu Pepp Ísland, Samtök fólks í fátækt, öllum þingmönnum í bíó og í framhaldinu var efnt til umræðna. Rebecca segir að það sé gleðilegt að fólk nýti myndina til sem sína rödd. „Ég kom með myndina á Stockfish og við sýndum hana tvisvar þar. Í mínum huga þá er Ísland land jafnræðis og velferðar og því stuðaði það mig talsvert hvað myndin hreyfði hraustlega við mörgum og hversu margir þekktu þessar upplifanir.“Dave Johns hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á Daniel Blake.Engar stjörnur Þrátt fyrir að hafa unnið með Ken Loach í tæp þrjátíu ár hefur Rebecca fylgst með ferli leikstjórans lengur en það. „Ég er búin að vera aðdáandi hans frá því ég var barn. Ég sá Cathy Come Home í sjónvarpinu þegar ég var tíu ára og hún hafði gríðarleg áhrif á mig. Eftir það sá ég alltaf allt sem hann gerði og hugsaði að bara það að fá að hitta hann væri æðislegt þannig að ég hef verið afar lánsöm að fá að vinna með honum,“ segir Rebecca og skellihlær og bætir við það sé líka alltaf sérstakt að vinna að myndum Loach. „Þetta eru myndir sem eiga erindi og tala inn í samfélagið hverju sinni. Þeim áhrifum er m.a. náð með því að við höldum okkur við að vinna fyrir lítið fjármagn og höfum þannig fókus á verkefninu. Annað er að við notum ekki fræga leikara vegna þess að þeir hægja á ferlinu og svo leiðir það líka til þess að fólk fer að horfa á viðkomandi stjörnu en ekki endilega persónuna og myndina í heild sinni. Að auki þá skjótum við allt á staðnum, förum aldrei í stúdíó, heldur veljum staði sem okkur finnst þjóna sögunni. Það er líka mikilvægt vegna þess að þannig náum við ákveðnum tengslum við það samfélag sem við erum að vinna með hverju sinni. Svona getum við líka unnið tiltölulega hratt miðað við kvikmyndagerð og þannig haldið í þessa tilfinningu að okkur liggi á að segja sögu og vonandi er það saga sem á erindi við fólk. I, Daniel Blake er einmitt þannig mynd og þannig saga sem lá á að koma til fólksins og það hefur líka tekið henni vel.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. apríl. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Stundum koma kvikmyndir sem virðast eiga greiða leið að hjörtum fólks og eiga í sterkri samræðu við samtíma sinn og samfélag. Kvikmyndir breska leikstjórans Kens Loach eru einmitt oftar en ekki þannig myndir og þá ekki síst hans nýjasta mynd, I, Daniel Blake, sem var tekin til sýningar í Bíói Paradís í gærkvöldi. Á meðal nánustu samstarfsmanna Kens Loach til margra ára er framleiðandinn Rebecca O’Brien sem hefur unnið að mörgum verkefnum Loach í gegnum tíðina og þekkir því vel til eiginleika þessa merka leikstjóra. „Þetta er einmitt mynd sem virðist tala beint inn í samfélagið. Hún hefur nú þegar haft mikil áhrif hérna í Bretlandi, fengið umtal og ekki síður skapað umræðu, og reyndar einnig í mörgum öðrum löndum. Það gleður okkur mikið.“Áríðandi mynd Rebecca O’Brien segir að hún hafi unnið með Ken Loach í bráðum þrjátíu ár og Paul Laverty handritshöfundi ekki mikið skemur en það. „Upphafið að þessari mynd má rekja til þess að Paul og Ken fóru saman í ferðalag veturinn 2015 þar sem þeir keyrðu um Bretland vegna þess að þeir höfðu verið að lesa sögur af fólki sem hefur lent í hremmingum í velferðarkerfinu. Þeir ákváðu því að fara og fá þessar sögur frá fyrstu hendi og fá að vita hvort þetta væri í raun jafn slæmt og sögurnar gáfu til kynna. Þeir heimsóttu vinnumiðlanir, matarúthlutanir og einstaklinga og höfðu augun opin fyrir hvernig ástandið væri í raun og veru. Á þessum tíma var ég sjálf að vinna að annarri mynd, City of Tiny Lights, sem er reyndar verið að frumsýna hér í London í kvöld (föstudagskvöld). Ég átti alls ekki von á því að það kæmi handrit frá þeim þarna um vorið þegar ég var enn við tökur á hinni myndinni en það gerðist nú samt. Paul sendi mér handritið og sagði mér að lesa bara þegar ég væri búin í tökum en auðvitað gat ég ekki beðið eftir því. Las handritið þá um kvöldið og hringdi strax í þá og sagði að við yrðum að gera þessa mynd strax á þessu ári – vegna þess að þetta er áríðandi og mikilvæg mynd. Við tókum myndina upp um haustið þarna þetta sama ár, 2015, og hlutirnir gerast nú ekki mikið hraðar en þetta í þessum bransa.“Rebecca O'Brien hefur verið aðdáandi Loach frá því hún var tíu ára gömul.Vísvitandi veggur Eins og Rebecca bendir á er víða mikil umræða um misskiptingu auðs og lífsgæða í vestrænum samfélögum og mikilvægt fyrir kvikmyndalistina að taka þátt í þeirri umræðu. „En þetta snýst fyrst og fremst um að fólk er blekkt og það er farið að gera sér grein fyrir því. Málið er að þetta er meðvituð grimmd. Stjórnvöld vita vel hvað þau eru að gera, eru fyllilega meðvituð um það hvernig farið er með fólk í þessu samfélagi því það er ekki hægt að fela sig á bak við eitthvert þekkingarleysi á þessum tímum. Fólk sem kerfið er að fara illa með hefur átt erfitt með að finna sína rödd og láta hana hljóma í samfélagsumræðunni. Ég held að Daniel Blake hafi gefið þessu fólki rödd og í raun tekið utan um reiði fólks og hugsanir og beint þeim í ákveðinn farveg. Hleypt þeim inn í umræðuna, ef svo má segja, en það er bara fyrsta skrefið. Vandinn er nefnilega fólginn í því að þetta kerfi er þannig hannað að það lætur fólki finnast það einskis virði. Hér er það einkum gert með því að leggja fyrir fólk kerfislægar þrautir, á borð við útfyllingu endalausra eyðublaða, sem eru í raun og veru mjög erfiðar fyrir hvern sem er. Og það sem þessi kvikmynd segir við fólk er þetta: Þú ert ekki eina manneskjan í þessari stöðu. Það er eðlilegt að þú gangir þarna á vegg því að það er búið að setja hann þarna fyrir þig og öll þekkjum við mann eins og Daniel Blake. Hann er líka ég og þú og hann talar fyrir alla sem ganga á veggi kerfisins.“ Á opnunarsýningu myndarinnar í Bíói Paradís buðu Pepp Ísland, Samtök fólks í fátækt, öllum þingmönnum í bíó og í framhaldinu var efnt til umræðna. Rebecca segir að það sé gleðilegt að fólk nýti myndina til sem sína rödd. „Ég kom með myndina á Stockfish og við sýndum hana tvisvar þar. Í mínum huga þá er Ísland land jafnræðis og velferðar og því stuðaði það mig talsvert hvað myndin hreyfði hraustlega við mörgum og hversu margir þekktu þessar upplifanir.“Dave Johns hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á Daniel Blake.Engar stjörnur Þrátt fyrir að hafa unnið með Ken Loach í tæp þrjátíu ár hefur Rebecca fylgst með ferli leikstjórans lengur en það. „Ég er búin að vera aðdáandi hans frá því ég var barn. Ég sá Cathy Come Home í sjónvarpinu þegar ég var tíu ára og hún hafði gríðarleg áhrif á mig. Eftir það sá ég alltaf allt sem hann gerði og hugsaði að bara það að fá að hitta hann væri æðislegt þannig að ég hef verið afar lánsöm að fá að vinna með honum,“ segir Rebecca og skellihlær og bætir við það sé líka alltaf sérstakt að vinna að myndum Loach. „Þetta eru myndir sem eiga erindi og tala inn í samfélagið hverju sinni. Þeim áhrifum er m.a. náð með því að við höldum okkur við að vinna fyrir lítið fjármagn og höfum þannig fókus á verkefninu. Annað er að við notum ekki fræga leikara vegna þess að þeir hægja á ferlinu og svo leiðir það líka til þess að fólk fer að horfa á viðkomandi stjörnu en ekki endilega persónuna og myndina í heild sinni. Að auki þá skjótum við allt á staðnum, förum aldrei í stúdíó, heldur veljum staði sem okkur finnst þjóna sögunni. Það er líka mikilvægt vegna þess að þannig náum við ákveðnum tengslum við það samfélag sem við erum að vinna með hverju sinni. Svona getum við líka unnið tiltölulega hratt miðað við kvikmyndagerð og þannig haldið í þessa tilfinningu að okkur liggi á að segja sögu og vonandi er það saga sem á erindi við fólk. I, Daniel Blake er einmitt þannig mynd og þannig saga sem lá á að koma til fólksins og það hefur líka tekið henni vel.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. apríl.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira