Erlent

Ellefu ára stúlka á meðal látinna í Stokkhólmi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Sænska þjóðin er í sárum vegna atburða gærdagsins.
Sænska þjóðin er í sárum vegna atburða gærdagsins. vísir/getty
Ellefu ára stúlka er á meðal þeirra fjögurra sem létust í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi í gær. Stúlkan var á leið heim úr skólanum þegar ekið var á hana.  Jyllands-Posten greinir frá.

Ættingi stúlkunnar sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að stúlkan hefði talað við móður sína í síma skömmu áður en ódæðismaðurinn lét til skarar skríða. Hún hafði þá verið um borð í neðanjarðarlest í borginni. 

Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við verknaðinn en hinn grunaði er 39 ára gamall Úsbeki. Hinir þrír sem handteknir voru í dag voru í bifreið sem talin er að tengist árasarmanninum.

Lögregla hefur enn ekki veitt fjölmiðlum upplýsingar um fórnarlömbin en ennþá er verið að bera kennsl á sum þeirra.  

Dronninggatan, sem hefur verið lokuð frá því að árásin átti sér stað, var opnuð fyrir umferð fyrr í kvöld.


Tengdar fréttir

Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×