Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 11:29 Fjórir létust og á annan tug slösuðust í árás mannsins. Vísir/afp Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Úsbekinn sem nú er í haldi sænsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag átti vini í íslamistasamtökunum Hizb ut-Tharir og hafði áður deilt áróðurmyndböndum ISIS á samfélagsmiðlum. Í atvinnuviðtali hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Sænskir fjölmiðlar hafa í gærkvöldi og í dag birt frekari upplýsingar um hinn 39 ára Úsbeka sem grunaður er um að hafa banað að minnsta kosti fjórum og slasað á annan tug manna þegar hann ók vörubíl niður Drottninggatan skömmu fyrir klukkan 15 að sænskum tíma á föstudag. Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. Í viðtali við Expressen segir nágranni að maðurinn hafi opnað hurðir fyrir nágranna sína og aðstoðað við að halda á innkaupapokum.Starfaði við asbesthreinsun Á síðustu árum hafði maðurinn starfað við hreinsun á asbesti í Stokkhólmi og nærliggjandi sveitarfélögum. Í atvinnuviðtali hjá verktakafyrirtækinu sem hann starfaði hjá hafði hann lýst sjálfum sér sem sprengjusérfræðingi. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í hádeginu að maðurinn hafi sótt um dvalarleyfi árið 2014, en síðasta sumar hafi þeirri umsókn verið hafnað og honum gert að yfirgefa landið. Hann var á lista sænskra yfirvalda yfir eftirlýsta menn þar sem hann hafði ekki orðið við þeirri beiðni. Um þrjú þúsund slík mál eru nú á borði sænskra yfirvalda. Sænska lögreglan segir frá því að á samfélagsmiðlum sé maðurinn vinur fjölmargra lykilmanna í íslamistahreyfingunni Hizb ut-Tahrir án þess þó að vera beintengdur samtökunum. Hizb ut-Tahrir eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að koma á íslömsku ríki. Fulltrúi samtakanna segir í samtali við Expressen að maðurinn tengist ekki samtökunum á nokkurn hátt. Expo hefur skoðað Facebook-síðu mannsins þar sem hann lýsir á einum stað yfir stuðningi við róttækt íslam og hefur oft deilt áróðursmyndböndum ISIS. Sökum þessa hafði mál mannsins áður komið inn á borð sænsku öryggislögreglunnar, án þess þó að hann hafi verið til sérstakrar rannsóknar. Efnahagsbrot framin í íbúð mannsinsSænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að efnahagsbrot hafi verið framin í íbúð mannsins í Vällingby, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann bjó ásamt fleiri Úsbekum árið 2015. Á hurðinni var einungis að finna nafn eins fyrirtækis. Lögregla réðst síðar til atlögu vegna gruns um að fjármunir umrædds fyrirtækis væru notaðir til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Ekki var þó hægt að færa sönnur á það, en síðar voru þrír menn, sem höfðust við í íbúðinni, dæmdir til fangelsisvistar fyrir skatt- og fjársvik. Á Facebook-síðu sinni hefur maðurinn deilt myndum af fjölskyldu sinni sem situr fyrir með peningaseðla í hönd. Á öðrum samfélagsmiðlum mátti sjá mynd sem hann deildi af soldáni sem virðist lifa í vellystingum, umvafinn konum í niqab. Með myndinni fylgir svo textinn: „Svona vil ég lifa. Ekki slæmt, bróðir.“Hagaði sér grunsamlega í verslun Lögregla handtók svo manninn í Märsta, norður af Stokkhólmi, á föstudagskvöldið eftir að hafa fengið upplýsingar um mann sem hagaði sér grunsamlega í verslun. Maðurinn hafði þá flúið með neðanjarðarlest frá árásarstaðnum og síðar tekið lest til Märsta þar sem hann var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Lögregla í Stokkhólmi staðfesti í dag að tveir hinna látnu séu sænskir ríkisborgarar, einn sé breskur og annar belgískur.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Lögregla staðfesti á fréttamannafundi að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari. 8. apríl 2017 12:58
Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00
Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Sænska lögreglan hélt blaðamannafund klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma, þar sem komu fram nýjar upplýsingar um rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi síðastliðin föstudag. 9. apríl 2017 10:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent