Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2017 23:32 Garcia fagnar í kvöld. Loksins, loksins var komið að honum. vísir/getty Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. Dramatíkin var alls ráðandi á lokaholunum eins og við rekjum hér að neðan. Þeir Rose og Garcia voru jafnir þegar aðeins níu holur voru eftir af mótinu. Einvígi í uppsiglingu. Þá byrjaði Garcia að spila rassinn úr buxunum. Eins og svo oft áður. Hann fékk skolla á tíundu og elleftu holu og missti Rose tveimur höggum frá sér. Er flestir voru búnir að afskrifa Spánverjann fékk hann fugl á fjórtándu og svo örn á fimmtándu. Þvílík endurkoma og allt að verða vitlaust. Þeir jafnir og þrjár holur eftir. Það virtist fátt ætla að koma hinum yfirvegaða Rose úr jafnvægi. Hann nældi sér í fugl á sextándu á meðan Garcia varð að sætta sig við par. Meðbyrinn dugði skammt og aftur varð Garcia að sækja.Hér má sjá þá félaga á ferðinni í dag.vísir/gettyÁ sautjándu holu lenti Rose í sandinum en bjargaði sér með laglegu inn á höggi en átti nokkuð snúið pútt pútt fyrir pari. Garcia var í ágætu fuglafæri sem hann hreinlega varð að setja niður. Púttið var of stutt. Það kom ekki að sök því Rose missti sitt pútt og fékk skolla á meðan Garcia fékk þægilegt par. Aftur voru þeir jafnir og aðeins ein hola eftir. Yfirþyrmandi spenna. Garcia virtist vera kominn með kjarkinn aftur og upphafshöggið á átjándu var gott. Rose einnig silkislakur. Báðir á fínum stað eftir upphafshöggið og munaði svona þrem metrum á milli þeirra. Chipkeppni fram undan. Rose sló á undan. Fór of langt til hægri en var afar heppinn því boltinn lenti í kanti og skoppaði í átt að pinnanum. Höggið hjá Garcia var gjörsamlega geggjað. Beint á pinna en var samt ekkert mikið nær en Rose sem fékk skoppið vinalega. Tvö mjög taugatrekkjandi pútt biðu heimsbyggðarinnar. Rose púttaði á undan og rétt missti púttið. Hann trúði vart eigin augum. Hann gaf Garcia þar sem tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta risatitil. Besta tækifæri hans frá upphafi til þess að landa loksins risatitli. Með um meterspútt brustu taugar Garcia í svona milljónasta skiptið á ferlið. Ótrúlegt. Bráðabani beið því kappanna. Þvílíkur taugatryllir. Þeir félagar héldu því aftur á átjándu holuna og taugastríðið hélt áfram. Rose fór aðeins út fyrir braut en Garcia á brautinni. Rose gat aðeins slegið stutt inn á brautina í sínu öðru höggi og Garcia því aftur í dauðafæri að klára þetta mót. Koma sér inn á flöt höggi á undan. Það gerði hann heldur betur. Silkimjúkur, fór inn á flöt og var um tveim metrum frá pinna. Pressan færðist yfir á Rose sem varð að fá sitt besta högg inn á flötina núna. Höggið var ágætt en samt lengra frá en Garcia. Hann varð að setja púttið niður og vonast eftir því að Garcia klúðraði. Púttið hjá Rose fór ekki niður og Garcia mátti því tvípútta. Það var tækifæri sem ekki einu sinni hann gat klúðrað. Hann þurfti heldur ekki tvö pútt því hann púttaði bara beint ofan í. Það var skemmtilegra. Garica fékk 233 milljónir í sinn hlut fyrir sigurinn en Rose fékk um 90 milljónum krónum minna. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. Dramatíkin var alls ráðandi á lokaholunum eins og við rekjum hér að neðan. Þeir Rose og Garcia voru jafnir þegar aðeins níu holur voru eftir af mótinu. Einvígi í uppsiglingu. Þá byrjaði Garcia að spila rassinn úr buxunum. Eins og svo oft áður. Hann fékk skolla á tíundu og elleftu holu og missti Rose tveimur höggum frá sér. Er flestir voru búnir að afskrifa Spánverjann fékk hann fugl á fjórtándu og svo örn á fimmtándu. Þvílík endurkoma og allt að verða vitlaust. Þeir jafnir og þrjár holur eftir. Það virtist fátt ætla að koma hinum yfirvegaða Rose úr jafnvægi. Hann nældi sér í fugl á sextándu á meðan Garcia varð að sætta sig við par. Meðbyrinn dugði skammt og aftur varð Garcia að sækja.Hér má sjá þá félaga á ferðinni í dag.vísir/gettyÁ sautjándu holu lenti Rose í sandinum en bjargaði sér með laglegu inn á höggi en átti nokkuð snúið pútt pútt fyrir pari. Garcia var í ágætu fuglafæri sem hann hreinlega varð að setja niður. Púttið var of stutt. Það kom ekki að sök því Rose missti sitt pútt og fékk skolla á meðan Garcia fékk þægilegt par. Aftur voru þeir jafnir og aðeins ein hola eftir. Yfirþyrmandi spenna. Garcia virtist vera kominn með kjarkinn aftur og upphafshöggið á átjándu var gott. Rose einnig silkislakur. Báðir á fínum stað eftir upphafshöggið og munaði svona þrem metrum á milli þeirra. Chipkeppni fram undan. Rose sló á undan. Fór of langt til hægri en var afar heppinn því boltinn lenti í kanti og skoppaði í átt að pinnanum. Höggið hjá Garcia var gjörsamlega geggjað. Beint á pinna en var samt ekkert mikið nær en Rose sem fékk skoppið vinalega. Tvö mjög taugatrekkjandi pútt biðu heimsbyggðarinnar. Rose púttaði á undan og rétt missti púttið. Hann trúði vart eigin augum. Hann gaf Garcia þar sem tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta risatitil. Besta tækifæri hans frá upphafi til þess að landa loksins risatitli. Með um meterspútt brustu taugar Garcia í svona milljónasta skiptið á ferlið. Ótrúlegt. Bráðabani beið því kappanna. Þvílíkur taugatryllir. Þeir félagar héldu því aftur á átjándu holuna og taugastríðið hélt áfram. Rose fór aðeins út fyrir braut en Garcia á brautinni. Rose gat aðeins slegið stutt inn á brautina í sínu öðru höggi og Garcia því aftur í dauðafæri að klára þetta mót. Koma sér inn á flöt höggi á undan. Það gerði hann heldur betur. Silkimjúkur, fór inn á flöt og var um tveim metrum frá pinna. Pressan færðist yfir á Rose sem varð að fá sitt besta högg inn á flötina núna. Höggið var ágætt en samt lengra frá en Garcia. Hann varð að setja púttið niður og vonast eftir því að Garcia klúðraði. Púttið hjá Rose fór ekki niður og Garcia mátti því tvípútta. Það var tækifæri sem ekki einu sinni hann gat klúðrað. Hann þurfti heldur ekki tvö pútt því hann púttaði bara beint ofan í. Það var skemmtilegra. Garica fékk 233 milljónir í sinn hlut fyrir sigurinn en Rose fékk um 90 milljónum krónum minna.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira