Fullyrða enn að þýski Hauck & Aufhäuser hafi keypt hlut Haraldur Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 06:00 Ólafur Ólafsson og samstarfsmenn hans eru bornir þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem er meðal annars byggð á tölvupóstssamskiptum og öðrum gögnum. vísir/pjetur Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Þeir Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og samstarfsmaður Ólafs í þátttöku félagsins á kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum árið 2003, fullyrða enn að engum blekkingum hafi verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í viðskiptunum. Ólafur vísar niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis á bug í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þýski bankinn hafi innt af hendi hlutafjárframlag sitt og því verið lögmætur hluthafi í Eglu. Guðmundur fullyrti í vitnisburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefndina, að þær upplýsingar sem veittar voru um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum hefðu verið réttar. Vitnisburðurinn gengur þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að Guðmundur hafi komið að gerð baksamninga, sem hafi leitt til þess að þýski bankinn fór aldrei í raun með umráð hluta í Búnaðarbankanum, af hálfu og í þágu Ólafs Ólafssonar. Samningarnir hafi á endanum leitt til þess að íslenskir ráðamenn, almenningur og fjölmiðlar voru blekktir.Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu„Það er bara vitleysa. […] Ég er ekki búinn að lesa skýrsluna og ætla að lesa hana áður en ég fer að tjá mig um hana,“ sagði Guðmundur Hjaltason í samtali við Fréttablaðið í gær og vildi ekki svara öðrum spurningum blaðamanns. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að Guðmundur hefur ítrekað neitað eða borið til baka umfjöllun um að þátttaka Hauck & Aufhäuser hafi verið með öðrum hætti en greint var frá opinberlega. Fréttablaðið hafi í febrúar 2006 birt gagnrýna umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans. Fyrirsögn þeirrar fréttar var „Þetta er rangt“ og var þar vísað í orð Guðmundar þar sem hann hafnaði staðhæfingum Vilhjálms Bjarnasonar, núverandi alþingismanns, um að blekkingum hefði verið beitt varðandi aðkomu þýska bankans.Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa„Við buðum Hauck & Aufhäuser að koma inn í Eglu og þeir komu inn sem fjárfestar og lögðu fram sitt hlutafé eins og allir aðrir. Ég er með samninginn sem sýnir það. Ásakanir um annað eru úr lausu lofti gripnar,“ sagði Guðmundur í febrúar 2006. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar lagði þýski bankinn ekki fram neitt hlutafé, gat engu tapað á viðskiptunum en þáði þóknun upp á eina milljón evra. Tíu árum eftir að fréttin birtist sagðist Guðmundur í samtali við Fréttablaðið ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur. „Ég þekki það ekki og ég þekki engan sem þekkir það, svo ég viti til. Ég veit bara hverjir voru eigendur Eglu og það er alveg rétt,“ sagði Guðmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira