Körfubolti

Vindhögg hjá Hamri á Hlíðarenda | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Austin Magnús Bracey var stigahæstur í liði Vals með 23 stig.
Austin Magnús Bracey var stigahæstur í liði Vals með 23 stig. vísir/ernir
Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hamar í umspili um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir öruggan sigur í leik liðanna í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 101-73, Val í vil.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir.

Valsmenn leiddu allan leikinn. Þeir voru sjö stigum yfir eftir 1. leikhluta, 21-14, og í hálfleik var munurinn kominn upp í 15 stig, 51-36.

Það dró enn í sundur með liðunum í seinni hálfleik og á endanum var munurinn 28 stig, 101-73.

Allt byrjunarlið Vals var með 10 stig eða meira í leiknum. Austin Magnús Bracey var stigahæstur í liði heimamanna með 23 stig. Hann setti niður sjö þrista og tók auk þess sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Urald King skoraði 21 stig og tók 13 fráköst.

Cristopher Woods var með 24 stig og 11 fráköst í liði Hamars. Erlendur Ágúst Stefánsson skoraði 15 stig.

Liðin mætast öðru sinni í Hveragerði á sunnudaginn.

Valur-Hamar  101-73 (21-14, 30-22, 28-17, 22-20)

Valur: Austin Magnus Bracey 23/6 fráköst/6 stoðsendingar, Urald King 21/13 fráköst/5 varin skot, Birgir Björn Pétursson 11/12 fráköst, Benedikt Blöndal 10/7 stoðsendingar/3 varin skot, Sigurður Dagur Sturluson 10/7 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 9, Oddur Birnir Pétursson 7, Illugi Auðunsson 4, Sigurður Páll Stefánsson 3, Snjólfur Björnsson 3.

Hamar: Christopher Woods 24/11 fráköst/3 varin skot, Erlendur Ágúst Stefánsson 15/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 13, Örn Sigurðarson 9/4 fráköst, Hilmar Pétursson 7/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 1, Oddur Ólafsson 1/4 fráköst/5 stoðsendingar.

vísir/anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×