Hverjir högnuðust með Ólafi? Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst Guðmundsson hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. vísir/hari Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira