Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 09:00 Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. vísir/garðar k. „Þrastarlundur var frábær, starfsfólkið svo æðislegt, ljúffengur matur og svakalega notalegur staður. Ef þú vilt eiga notalega stund með fjölskyldu eða vinum í Þrastarlundi getur þú haft samband hér.“ „We sat near the windows and it was so peaceful I highly recommend if you are taking the golden circle or on your way to stop there. We had the best time on Saturday it was kind a like girls day I want to do it again.“ „Þegar við mættum fengum við góða þjónustu og ekki skemmdi fyrir hversu kósý og fallegur staðurinn er. Einnig er búð þarna sem hægt er að kaupa allskonar matvæli og fleira.“ „Við vorum búin að panta borð og var einstaklega vel tekið á móti okkur og við fengum sæti með yndislegu útsýni yfir ánna og upp í fjöll. Staðurinn er allur ný uppgerður og fallegur og verslunin frammi er sú allra girnilegasta.“ Besti dögurður landsins? Auglýsing eða ekki? Svo hljóða umsagnir nokkurra þekktra bloggara og snappara um veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi. Þessar umsagnir og margar fleiri eru að finna á veraldarvefnum þessa dagana en athygli vekur að í fæstum tilfellum er tekið fram hvort um sé að ræða auglýsingu eða ekki. Auglýsingar í gegnum Snapchat og blogg-síður hafa verið að sækja í sig veðrið á undanförnum misserum en oftar en ekki er erfitt að átta sig á hvort kynningarnar séu kostaðar eða ekki. Kynningar Þrastalundar hafa í raun verið svo áberandi að umræða hefur skapast um málið og vaknað hafa grunsemdir um hvort um sé að ræða auglýsingu eða ekki - eða hvort þarna sé einfaldlega besti dögurður landsins. Dýrka að vegasjoppan Þrastarlundur sé að markaðssetja sig með aðstoð bloggara, fegurðardrottninga og snappara.— Klara (@Klodinz) March 22, 2017 Ah, sorry en þessir #ad brunchar í Þrastarlundi eru mad corny.— Logi Pedro (@logifknpedro) March 27, 2017 Fjölmargar bloggfærslur um Þrastalund hafa birst að undanförnu. Snapchat er einnig vinsæll vettvangur fyrir auglýsingar.vísir/garðar k.Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir kynningar sem þessar hafa gefið góða raun, en Þrastalundur er líklega það fyrirtæki sem sótt hefur hvað mest í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Aðspurður segist hann ekki gera kröfu um að kynningar séu merktar sem kostaðar og segir allan gang á því hvort hann leiti sjálfur til bloggaranna eða hvort þeir komi til hans. „Ég er bara ágætlega ánægður með þetta. Við höfum verið að bjóða bloggurum að koma í til dæmis brunch og þeir hafa bara verið ánægðir með þetta,“ segir Sverrir. „Ég skipti mér ekkert af því hvort þetta sé merkt sem auglýsing eða ekki. Við bara bjóðum fólki að koma og það skrifar síðan um þetta ef það vill það, ég geri enga kröfu um að fólk skrifi um staðinn.“Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir viðskiptin hafa aukist svo um munar. Hvort það sé snöppurunum að þakka segist hann ekki geta sagt til um.vísir/ernirSamkomulag hverju sinni Sverrir segir jafnframt að misjafnt sé hvort fólk fái greitt fyrir umfjallanir eða hvort þeir fái gjafabréf á staðinn, gert sé ákveðið samkomulag hverju sinni. Þá tekur hann fram að viðskiptavinum Þrastalundar hafi fjölgað til muna á síðustu mánuðum. Þó sé erfitt að segja til um hverju það sé að þakka en að líklega sé þetta samspil á milli auglýsinga og góðrar þjónustu. „Það hefur orðið gríðarleg aukning hér. Við keyptum staðinn í desember 2015 og opnuðum í júlí. Það hefur verið jöfn og þétt aukning og hver methelgin og hver metdagurinn á fætur öðrum. Ég veit ekki hverju það er að þakka, hvort það er bloggurum eða bestu pítsum í heimi, en væntanlega er þetta eitthvað samspil þarna á milli,“ segir Sverrir. Sverrir hefur verið með puttana í ýmsu í gegnum árin, en hann kaupir meðal annars gull og hóf á dögunum að bjóða upp á 95 prósenta fasteignalán. Hann segist ekki hafa nýtt sér samfélagsmiðla í svo miklum mæli áður en telur að auglýsingamarkaður á netinu sé og muni færast enn frekar í aukana.Mikilvægt að halda í trúverðugleikann Þrastalundur hefur verið í samstarfi við fyrirtækið Eylendu varðandi markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Tanja Ýr Ástþórsdóttir starfar fyrir fyrirtækið en hún er jafnframt einn vinsælasti bloggari landsins. Ein umsagnanna hér að ofan er rituð af Tönju, en hún fullyrðir að ekki sé um auglýsingu að ræða. Hins vegar hafi hún farið í samstarf við Þrastalund eftir að hún skrifaði blogg-færslu um veitingastaðinn.Tanja Ýr Ástþórsdóttir segir mikilvægt að snapparar, eða áhrifavaldar líkt og hún orðar það, séu sannir sjálfum sér og öðrum.vísir/pjetur„Ég hafði heyrt af þessum stað og ákvað að fara í roadtrip með vinkonu minni. Mér líkaði mjög vel og skrifaði þess vegna þessa færslu," segir Tanja í samtali við Vísi og tekur fram að afar mikilvægt sé að fólk geti gert greinarmun á hvort færsla sé kostuð eða ekki. „Við förum eftir ákveðnum fyrirmælum frá Neytendastofu, en það er til þess að halda trúverðugleika við fylgjendur okkar. Við eigum alltaf að taka það fram þegar við erum að auglýsa og það er ástæðan fyrir því að maður er með fylgjendur - að maður er að segja satt. Ég fór til dæmis í Þrastalund um daginn og tók þá skýrt fram á snappinu mínu að þetta væri auglýsing," segir hún. „Eylenda er nokkurs konar samfélag fyrir áhrifavalda. Það er nefnilega þannig að þegar snapparar og bloggarar eru orðnir stórir þá fara fyrirtæki að sækjast svo rosalega mikið í þá og gefa þeim hluti, en þeim finnst oft eins og þeir þurfi þá að fjalla um hlutina til þess að þakka fyrir sig. Þar grípum við inn í því við viljum ekki að áhrifavaldarnir séu gangandi auglýsing. Við viljum að þeir séu þeir sjálfir á samfélagsmiðlum en það er ástæðan fyrir því að þeir verða stórir og fara eftir öllum fyrirmælum."Duldar auglýsingar bannaðar Fyrirmælin sem Tanja vísar til eru leiðbeiningar frá Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar sem eru byggðar á samnorrænum reglum. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu á samfélagsmiðli, þá sé um auglýsingu að ræða. Neytendur eigi lagalegan rétt á að vita hvenær verið er að reyna að selja þeim eitthvað. Þá er tekið sérstaklega fram að meirihluti notenda Snapchat er undir 25 ára aldri. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða og að þær skuli skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir megi ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Sem fyrr segir hefur Þrastalundur sótt mjög í samfélagsmiðla að undanförnu, en hér fyrir neðan má sjá ýmsar vangaveltur fólks á Twitter um markaðssetningu fyrirtækisins. Er hægt að fá einn skítkaldan í Þrastarlundi?— Berglind Festival (@ergblind) March 30, 2017 Langar að gera hryllingsmynd um fólk sem ginnist af brunch auglýsingum í Þrastarlundi. Mætir þangað og er drepið og eldað í brunch.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) March 28, 2017 Veit einhver hvort ljótu fólki þyki brunchinn hjá Þrastalundi líka góður?— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) March 27, 2017 Voðalega hlýtur að vera gott útsýni þarna í þrastalundi pic.twitter.com/d2BdnVEMFh— Jón Hjörtur Emilsson (@jonhjortur91) March 30, 2017 Neytendur Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Sjá meira
„Þrastarlundur var frábær, starfsfólkið svo æðislegt, ljúffengur matur og svakalega notalegur staður. Ef þú vilt eiga notalega stund með fjölskyldu eða vinum í Þrastarlundi getur þú haft samband hér.“ „We sat near the windows and it was so peaceful I highly recommend if you are taking the golden circle or on your way to stop there. We had the best time on Saturday it was kind a like girls day I want to do it again.“ „Þegar við mættum fengum við góða þjónustu og ekki skemmdi fyrir hversu kósý og fallegur staðurinn er. Einnig er búð þarna sem hægt er að kaupa allskonar matvæli og fleira.“ „Við vorum búin að panta borð og var einstaklega vel tekið á móti okkur og við fengum sæti með yndislegu útsýni yfir ánna og upp í fjöll. Staðurinn er allur ný uppgerður og fallegur og verslunin frammi er sú allra girnilegasta.“ Besti dögurður landsins? Auglýsing eða ekki? Svo hljóða umsagnir nokkurra þekktra bloggara og snappara um veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi. Þessar umsagnir og margar fleiri eru að finna á veraldarvefnum þessa dagana en athygli vekur að í fæstum tilfellum er tekið fram hvort um sé að ræða auglýsingu eða ekki. Auglýsingar í gegnum Snapchat og blogg-síður hafa verið að sækja í sig veðrið á undanförnum misserum en oftar en ekki er erfitt að átta sig á hvort kynningarnar séu kostaðar eða ekki. Kynningar Þrastalundar hafa í raun verið svo áberandi að umræða hefur skapast um málið og vaknað hafa grunsemdir um hvort um sé að ræða auglýsingu eða ekki - eða hvort þarna sé einfaldlega besti dögurður landsins. Dýrka að vegasjoppan Þrastarlundur sé að markaðssetja sig með aðstoð bloggara, fegurðardrottninga og snappara.— Klara (@Klodinz) March 22, 2017 Ah, sorry en þessir #ad brunchar í Þrastarlundi eru mad corny.— Logi Pedro (@logifknpedro) March 27, 2017 Fjölmargar bloggfærslur um Þrastalund hafa birst að undanförnu. Snapchat er einnig vinsæll vettvangur fyrir auglýsingar.vísir/garðar k.Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir kynningar sem þessar hafa gefið góða raun, en Þrastalundur er líklega það fyrirtæki sem sótt hefur hvað mest í auglýsingar á samfélagsmiðlum. Aðspurður segist hann ekki gera kröfu um að kynningar séu merktar sem kostaðar og segir allan gang á því hvort hann leiti sjálfur til bloggaranna eða hvort þeir komi til hans. „Ég er bara ágætlega ánægður með þetta. Við höfum verið að bjóða bloggurum að koma í til dæmis brunch og þeir hafa bara verið ánægðir með þetta,“ segir Sverrir. „Ég skipti mér ekkert af því hvort þetta sé merkt sem auglýsing eða ekki. Við bara bjóðum fólki að koma og það skrifar síðan um þetta ef það vill það, ég geri enga kröfu um að fólk skrifi um staðinn.“Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir viðskiptin hafa aukist svo um munar. Hvort það sé snöppurunum að þakka segist hann ekki geta sagt til um.vísir/ernirSamkomulag hverju sinni Sverrir segir jafnframt að misjafnt sé hvort fólk fái greitt fyrir umfjallanir eða hvort þeir fái gjafabréf á staðinn, gert sé ákveðið samkomulag hverju sinni. Þá tekur hann fram að viðskiptavinum Þrastalundar hafi fjölgað til muna á síðustu mánuðum. Þó sé erfitt að segja til um hverju það sé að þakka en að líklega sé þetta samspil á milli auglýsinga og góðrar þjónustu. „Það hefur orðið gríðarleg aukning hér. Við keyptum staðinn í desember 2015 og opnuðum í júlí. Það hefur verið jöfn og þétt aukning og hver methelgin og hver metdagurinn á fætur öðrum. Ég veit ekki hverju það er að þakka, hvort það er bloggurum eða bestu pítsum í heimi, en væntanlega er þetta eitthvað samspil þarna á milli,“ segir Sverrir. Sverrir hefur verið með puttana í ýmsu í gegnum árin, en hann kaupir meðal annars gull og hóf á dögunum að bjóða upp á 95 prósenta fasteignalán. Hann segist ekki hafa nýtt sér samfélagsmiðla í svo miklum mæli áður en telur að auglýsingamarkaður á netinu sé og muni færast enn frekar í aukana.Mikilvægt að halda í trúverðugleikann Þrastalundur hefur verið í samstarfi við fyrirtækið Eylendu varðandi markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Tanja Ýr Ástþórsdóttir starfar fyrir fyrirtækið en hún er jafnframt einn vinsælasti bloggari landsins. Ein umsagnanna hér að ofan er rituð af Tönju, en hún fullyrðir að ekki sé um auglýsingu að ræða. Hins vegar hafi hún farið í samstarf við Þrastalund eftir að hún skrifaði blogg-færslu um veitingastaðinn.Tanja Ýr Ástþórsdóttir segir mikilvægt að snapparar, eða áhrifavaldar líkt og hún orðar það, séu sannir sjálfum sér og öðrum.vísir/pjetur„Ég hafði heyrt af þessum stað og ákvað að fara í roadtrip með vinkonu minni. Mér líkaði mjög vel og skrifaði þess vegna þessa færslu," segir Tanja í samtali við Vísi og tekur fram að afar mikilvægt sé að fólk geti gert greinarmun á hvort færsla sé kostuð eða ekki. „Við förum eftir ákveðnum fyrirmælum frá Neytendastofu, en það er til þess að halda trúverðugleika við fylgjendur okkar. Við eigum alltaf að taka það fram þegar við erum að auglýsa og það er ástæðan fyrir því að maður er með fylgjendur - að maður er að segja satt. Ég fór til dæmis í Þrastalund um daginn og tók þá skýrt fram á snappinu mínu að þetta væri auglýsing," segir hún. „Eylenda er nokkurs konar samfélag fyrir áhrifavalda. Það er nefnilega þannig að þegar snapparar og bloggarar eru orðnir stórir þá fara fyrirtæki að sækjast svo rosalega mikið í þá og gefa þeim hluti, en þeim finnst oft eins og þeir þurfi þá að fjalla um hlutina til þess að þakka fyrir sig. Þar grípum við inn í því við viljum ekki að áhrifavaldarnir séu gangandi auglýsing. Við viljum að þeir séu þeir sjálfir á samfélagsmiðlum en það er ástæðan fyrir því að þeir verða stórir og fara eftir öllum fyrirmælum."Duldar auglýsingar bannaðar Fyrirmælin sem Tanja vísar til eru leiðbeiningar frá Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar sem eru byggðar á samnorrænum reglum. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu á samfélagsmiðli, þá sé um auglýsingu að ræða. Neytendur eigi lagalegan rétt á að vita hvenær verið er að reyna að selja þeim eitthvað. Þá er tekið sérstaklega fram að meirihluti notenda Snapchat er undir 25 ára aldri. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða og að þær skuli skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir megi ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Sem fyrr segir hefur Þrastalundur sótt mjög í samfélagsmiðla að undanförnu, en hér fyrir neðan má sjá ýmsar vangaveltur fólks á Twitter um markaðssetningu fyrirtækisins. Er hægt að fá einn skítkaldan í Þrastarlundi?— Berglind Festival (@ergblind) March 30, 2017 Langar að gera hryllingsmynd um fólk sem ginnist af brunch auglýsingum í Þrastarlundi. Mætir þangað og er drepið og eldað í brunch.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) March 28, 2017 Veit einhver hvort ljótu fólki þyki brunchinn hjá Þrastalundi líka góður?— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) March 27, 2017 Voðalega hlýtur að vera gott útsýni þarna í þrastalundi pic.twitter.com/d2BdnVEMFh— Jón Hjörtur Emilsson (@jonhjortur91) March 30, 2017
Neytendur Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Sjá meira