„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. mars 2017 15:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir breytingarnar koma til með að skila um 16 milljörðum. Helga Árnadóttir, framkvæmdaastjóri SAF, segir breytingarnar ógna samkeppnishæfni ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira