Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ásakanir um meint samráð starfmanna sinna og yfirvalda í Rússlandi, vera runnar undan rifjum demókrata. Þeir hafa skapað þessar ásakanir til að dreifa athyglinni frá „hræðilegri kosningabaráttu“ þeirra og tapi þeirra í forsetakosningunum. Hann segir fréttir af málinu vera „falskar“. Hann segir að þingið, Alríkislögreglan og „allir aðrir“ ættu að einbeita sér að því hver sé að leka upplýsingum til stjórnvalda. Sá verði að finnast strax. Yfirmenn FBI og NSA munu mæta fyrir þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í njósnamálum í dag. Þar munu þeir ræða um rannsóknir þeirra varðandi ásakanirnar um að Trump-liðar hafi verið í samráði með Rússum. Rússar beittu tölvuárásum og áróðri með því markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar í nóvember.James Clapper and others stated that there is no evidence Potus colluded with Russia. This story is FAKE NEWS and everyone knows it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2017 The Democrats made up and pushed the Russian story as an excuse for running a terrible campaign. Big advantage in Electoral College & lost!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2017 The real story that Congress, the FBI and all others should be looking into is the leaking of Classified information. Must find leaker now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2017 Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að óháður aðili verði fenginn til að rannsaka áðurnefndar ásakanir. Trump rak þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, í síðasta mánuði, eftir að hann afvegaleiddi embættismenn um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þá hefur komið í ljós að árið 2015 fékk hann háar fjárgreiðslur frá fyrirtækjum með tengsl við yfirvöld í Rússlandi. Þar að auki lýsti dómsmálaráðherra Trump, Jeff Sessions, því yfir að hann myndi ekki hafa nein afskipti af rannsókninni. Hann hafði einnig afvegaleitt embættismenn um samskipti sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands. James Comey, yfirmaður FBI, verður líklega spurður út í ásakanir Donald Trump um að Barack Obama, forveri hans, hafi látið hlera síma Trump-turns í New York í kosningabaráttunni. Trump hefur ítrekað haldið þessu fram án þess að færa fyrir því sannanir. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins Segja embættismenn, leyniþjónustusamfélagið og fleiri gera allt til að reyna að fella Donald Trump. 14. mars 2017 22:19 Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. 2. janúar 2017 13:15 Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Breska leyniþjónustan hafnar því að hafa hlerað Trump Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að fjölmiðlafulltrúi Trumps vitnaði í fréttir þess efnis frá Bandaríkjunum en þessu var haldið fram á fréttastöðinni Fox fyrr í vikunni. 17. mars 2017 08:21 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ásakanir um meint samráð starfmanna sinna og yfirvalda í Rússlandi, vera runnar undan rifjum demókrata. Þeir hafa skapað þessar ásakanir til að dreifa athyglinni frá „hræðilegri kosningabaráttu“ þeirra og tapi þeirra í forsetakosningunum. Hann segir fréttir af málinu vera „falskar“. Hann segir að þingið, Alríkislögreglan og „allir aðrir“ ættu að einbeita sér að því hver sé að leka upplýsingum til stjórnvalda. Sá verði að finnast strax. Yfirmenn FBI og NSA munu mæta fyrir þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í njósnamálum í dag. Þar munu þeir ræða um rannsóknir þeirra varðandi ásakanirnar um að Trump-liðar hafi verið í samráði með Rússum. Rússar beittu tölvuárásum og áróðri með því markmiði að hafa áhrif á forsetakosningarnar í nóvember.James Clapper and others stated that there is no evidence Potus colluded with Russia. This story is FAKE NEWS and everyone knows it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2017 The Democrats made up and pushed the Russian story as an excuse for running a terrible campaign. Big advantage in Electoral College & lost!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2017 The real story that Congress, the FBI and all others should be looking into is the leaking of Classified information. Must find leaker now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 20, 2017 Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að óháður aðili verði fenginn til að rannsaka áðurnefndar ásakanir. Trump rak þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, í síðasta mánuði, eftir að hann afvegaleiddi embættismenn um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þá hefur komið í ljós að árið 2015 fékk hann háar fjárgreiðslur frá fyrirtækjum með tengsl við yfirvöld í Rússlandi. Þar að auki lýsti dómsmálaráðherra Trump, Jeff Sessions, því yfir að hann myndi ekki hafa nein afskipti af rannsókninni. Hann hafði einnig afvegaleitt embættismenn um samskipti sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands. James Comey, yfirmaður FBI, verður líklega spurður út í ásakanir Donald Trump um að Barack Obama, forveri hans, hafi látið hlera síma Trump-turns í New York í kosningabaráttunni. Trump hefur ítrekað haldið þessu fram án þess að færa fyrir því sannanir.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins Segja embættismenn, leyniþjónustusamfélagið og fleiri gera allt til að reyna að fella Donald Trump. 14. mars 2017 22:19 Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. 2. janúar 2017 13:15 Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Breska leyniþjónustan hafnar því að hafa hlerað Trump Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að fjölmiðlafulltrúi Trumps vitnaði í fréttir þess efnis frá Bandaríkjunum en þessu var haldið fram á fréttastöðinni Fox fyrr í vikunni. 17. mars 2017 08:21 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins Segja embættismenn, leyniþjónustusamfélagið og fleiri gera allt til að reyna að fella Donald Trump. 14. mars 2017 22:19
Segja aðgerðir Obama beinast gegn Trump en ekki Putin Trump hefur ítrekað hvorki viljað samþykkja að Rússar hafi gert tölvuárásir á tölvukerfi Demókrataflokksins og aðila sem tengjast framboði Hillary Clinton og að þeir hafi beitt sér til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. 2. janúar 2017 13:15
Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. 30. desember 2016 21:00
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11
Breska leyniþjónustan hafnar því að hafa hlerað Trump Yfirlýsingin barst í kjölfar þess að fjölmiðlafulltrúi Trumps vitnaði í fréttir þess efnis frá Bandaríkjunum en þessu var haldið fram á fréttastöðinni Fox fyrr í vikunni. 17. mars 2017 08:21
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40