Saga Borgarness í myndum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2017 09:45 Heiður Hörn sýningarhönnuður og Heiðar Lind sem sá um val á myndum og samdi texta. Mynd/Guðrún Jónsdóttir „Það var 22. mars árið 1867 sem lausakaupmenn fengu leyfi til að sigla skipum sínum í Borgarnes og versla þar, voru reyndar byrjaðir aðeins áður, en Borgnesingar miða við þennan dag sem afmælisdag og nú eru semsagt liðin 150 ár frá þessum viðburði,“ segir Heiðar Lind Hansson, sagnfræðingur og blaðamaður á Skessuhorni. Hann sá um val á ljósmyndum og gerð myndatexta á sýningu sem opnuð verður á morgun klukkan 17 í Safnahúsi Borgarfjarðar og nefnist Tíminn gegnum linsuna. Myndirnar á sýningunni eru eftir fjóra Borgnesinga, þá Friðrik Þorvaldsson hafnarvörð, Einar Ingimundarson málara, Júlíus Axelsson verkamann og Theodór Kr. Þórðarson lögreglumann. „Myndefnið ber þess merki að ljósmyndararnir eru heimamenn. Þar eru húsin og fólkið og þar er saga sögð,“ segir Heiðar og heldur áfram: „Elstu myndirnar eru frá 1930, þær eru eftir Friðrik sem flutti í Borgarnes um 1920 og var einn af fyrstu íbúum bæjarins. Sá sem er næstur í tímaröðinni er Einar, hann var fæddur og uppalinn í bænum og var að taka myndir frá 1960 fram til 1970. Myndir Júlíusar eru frá því rétt fyrir 1980 og fram yfir 1990 og síðan eru það myndir Theodórs sem kallaður var Teddi lögga, hann tók mikið af myndum á 10. áratugnum og fram yfir aldamót.“ Heiðar er annar tveggja höfunda Sögu Borgarness sem er að koma út um þessar mundir. Hinn var Egill Ólafsson, blaðamaður og sagnfræðingur. Borgarnes við upphaf 20. aldar. Mynd/Sigfús EymundssonHeiðar segir efnið sem safnaðist saman í þeirri vinnu ekki allt hafa rúmast innan bókaspjaldanna þó það hafi verið þess verðugt. Myndirnar á sýningunni séu meðal þess. Nú fái þær að njóta sín. „Það var auðvitað talsverð vinna að afla upplýsinga um myndirnar og koma þeim til skila í texta sem er þokkalega knappur en segir samt mikið,“ segir Heiðar og getur þess einnig að sýningarhönnuður sé Heiður Hörn Hjartardóttir, grafískur hönnuður og ferðaþjónustubóndi á Bjargi í Borgarnesi. Hátíðarfundur verður hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar klukkan 15 á morgun í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, sem stendur við hliðina á Landnámssetrinu, og að því loknu verður tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars 2017 Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Það var 22. mars árið 1867 sem lausakaupmenn fengu leyfi til að sigla skipum sínum í Borgarnes og versla þar, voru reyndar byrjaðir aðeins áður, en Borgnesingar miða við þennan dag sem afmælisdag og nú eru semsagt liðin 150 ár frá þessum viðburði,“ segir Heiðar Lind Hansson, sagnfræðingur og blaðamaður á Skessuhorni. Hann sá um val á ljósmyndum og gerð myndatexta á sýningu sem opnuð verður á morgun klukkan 17 í Safnahúsi Borgarfjarðar og nefnist Tíminn gegnum linsuna. Myndirnar á sýningunni eru eftir fjóra Borgnesinga, þá Friðrik Þorvaldsson hafnarvörð, Einar Ingimundarson málara, Júlíus Axelsson verkamann og Theodór Kr. Þórðarson lögreglumann. „Myndefnið ber þess merki að ljósmyndararnir eru heimamenn. Þar eru húsin og fólkið og þar er saga sögð,“ segir Heiðar og heldur áfram: „Elstu myndirnar eru frá 1930, þær eru eftir Friðrik sem flutti í Borgarnes um 1920 og var einn af fyrstu íbúum bæjarins. Sá sem er næstur í tímaröðinni er Einar, hann var fæddur og uppalinn í bænum og var að taka myndir frá 1960 fram til 1970. Myndir Júlíusar eru frá því rétt fyrir 1980 og fram yfir 1990 og síðan eru það myndir Theodórs sem kallaður var Teddi lögga, hann tók mikið af myndum á 10. áratugnum og fram yfir aldamót.“ Heiðar er annar tveggja höfunda Sögu Borgarness sem er að koma út um þessar mundir. Hinn var Egill Ólafsson, blaðamaður og sagnfræðingur. Borgarnes við upphaf 20. aldar. Mynd/Sigfús EymundssonHeiðar segir efnið sem safnaðist saman í þeirri vinnu ekki allt hafa rúmast innan bókaspjaldanna þó það hafi verið þess verðugt. Myndirnar á sýningunni séu meðal þess. Nú fái þær að njóta sín. „Það var auðvitað talsverð vinna að afla upplýsinga um myndirnar og koma þeim til skila í texta sem er þokkalega knappur en segir samt mikið,“ segir Heiðar og getur þess einnig að sýningarhönnuður sé Heiður Hörn Hjartardóttir, grafískur hönnuður og ferðaþjónustubóndi á Bjargi í Borgarnesi. Hátíðarfundur verður hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar klukkan 15 á morgun í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, sem stendur við hliðina á Landnámssetrinu, og að því loknu verður tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars 2017
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira